31.3.2009 | 13:49
Golfaþon
Þetta mjakast. Púttin að batna. Gabriel farinn að spila aftur og er sáttur.
Morgundagurinn verður eins og þessi, æfingar út í gegn. Svo á fimmtudaginn fer ég á Lauro að spila með Graham, og kannski Gabbe.
Hér er flott veður en smá rok. (ein til tvær kylfur upp)
Þetta túrhesta pakk er alveg að gera út af við mig. Þetta kemur í hópum og lætur öllum íllum látum. Eins og beljur á vorin.
Í þetta sinn var það danskur hópur. Ég var í rólegheitum að pútta á gríni með 12 fána. Á 10 sekúndum fyllist grínið, ég taldi 17 manns. Ég tók mér nú bara pásu. Ekkert annað hægt að gera. 18 manns og 12 fánar gengur ekki upp.
Svona hostage situation gengur vanalega fljótt yfir. Þeir koma askvaðandi með hávaða og læti en eru bara max í 10 mín.
Skil þá vel, myndi sjálfur vera hress ef ég væri í golfferð með vinum í heitu landi og væri um það bil að fara tía af stað. Þess vegna er maður með slatta af þolinmæði og tekur þessu bara með slettu af ligegladleg heitum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 153467
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.