30.3.2009 | 20:08
Dagur
Dagurinn í dag var snilld.
Mikið golf og allt jákvætt. Tók vippin betri tökum. Fékk uppreist æru í púttunum og sveiflaði mjög vel.
Þegar ég sveifla ekki vel er bara um tvennt að ræða. Ég miða vitlaust eða ég gleymi mér og sveifla of hratt.
Miða vitlaust hljómar kjánalega og einfalt að laga. Jú, einfalt en eitthvað sem flestir ströggla með. Það er ekki gengið að því að miða alltaf rétt. Ef það væri auðvelt þá væri golfið nú einfalt.
Sveifluhraðinn hljómar líka eins og eitthvað sem væri einfalt að laga. Ekki svo. Ég er vissulega mun betri í því núna en það tók mig smá tíma að finna út hvernig.
Núna á ég það til að gleyma mér og slá kannski 10 högg í röð með mism árangri og sveiflan ávallt hraðari og hraðari. Svo átta ég mig á því og róa mig niður og slæ frábær högg.
Ef það væri einfalt að vera alltaf rólegur og sveifla rólega þá væru allir þessir próar alltaf á -18.
Ég er að vinna í þessu. Byggja upp rútínu og fylgja henni alltaf eftir, það spilar stóra rullu í þessu.
Þegar Gabriel horfir á mig sveifla þá slæ ég ávallt snilldar högg. Þá er einbeitingin í hámarki og ég vill sýna mig.
Man líka eftir þegar María kaddaði fyrir mig á einu mótinu þá rúllaði ég þessu upp. Virðist virka vel að spila með fjölskyldu og vinum. Maður vill alltaf sýna sig. O jújú.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 153467
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott þú sendir bara miðana hingað heim við mætum Pabbi
pabbi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:43
Góður
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 31.3.2009 kl. 05:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.