24.3.2009 | 11:53
Músínu
Sebas er kominn með extensive orðaforða og myndar flottar setningar.
Nýlegar viðbætur við forðan eru t.d. Músínu (rúsínur), Múnís (Músík), Paco (pjakkur, köttur mömmu og pabba), ombe (hombre).
Svo vorum við að horfa á Torres í LP um daginn, skömmu síðar fór hann að sofa og á leiðinni í rúmið kvaddi hann allt og alla góða nótt, adios Torres, adios bici (hjólið hans), adios boki (bókin).
Hann er gjarn á þetta, gerist líka þegar við förum af leikvellinum eða þegar ég næ í hann á leikskólann. Þá kveður hann allt og alla eins og um síðustu kveðju væru að ræða. Adios parque, adios nenes (börn), adios renna (rennibraut).
Ég tók hann á intesíft hraðnám í að segja "Pabbi bestur" svona til að pirra mömmu hans. Gekk vel og hann var farinn að segja þetta á nó time. Svo þegar við fórum og ætluðum að sýna mömmu þetta þá sagði pungurinn "mamma bestur"!!!!!!!!
María náttúrulega mjög sátt en ég er farinn að efast um hæfileika mína til að leiðbeina barninu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.