Leita í fréttum mbl.is

Sevilla Fly By

Hér gefur að líta fly by vídeó af Real club de golf de Sevilla sem gæjarnir á Evrópska túrnum ásamt Birgi Leif eru að fara spila núna á fimmtudaginn. Mæli með holum 15-16-18 sem eru mjög flottar.

Ég spilaði þennan völl fyrir ári síðan og skoraði +5 í góðu veðri í fyrsta sinn sem ég spilaði völlinn. Svo kom þrumuveður með ekta þykkri spænskri rigningu og skorið datt í +9 og +13. Fæ +6 högg þarna og er bara nokkuð sáttur við þessa frammistöðu miðað við veður.

Spilaði við sömu aðstæður og Biggi L og félagar, öftustu teigar með erfiðar pinnastaðsetningar þannig að fróðlegt verður að sjá hvernig þessir 140 gæjar reiða sig samanborið við mig.

Þeir hins vegar fá kjöraðstæður og í raun dugar bara fyrsti dagurinn minn þarna til samanburðar. Fimm yfir pari hjá mér og ég vona að það skili mér í sirka 10 neðsta sætið. Sem er fínt miðað við að þarna hafði ég æft nánast ekki neitt.

Éf ég ætti að skjóta alveg blint í sjóinn þá myndi ég halda að ég hafi bætt mig um nokkur högg síðan þá og myndi giska á heildar skor hjá mér yrði í kringum +20 þessa fjóra daga. Við köttið yrði það +10. Reikna með hringjum uppá +5 alla daga þar sem sveiflur yrðu pottþétt í þessu hjá manni.

+3 / +7 / +4 / +6 eitthvað álíka væri viðunnandi.

Spennandi að sjá. Mun pósta samanburðar skor hérna ef það er mér í hag. Ef ekki þá ignora ég það. Enda heiti ég ekki Sigursteinn Ingvar Rúnarsson fyrir ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband