Leita í fréttum mbl.is

Wella

Það er ekkert jafn hressandi og skenkja sér í væna skál af Kellogsi, sitjast fyrir framan netið og taka risa skeiðfylli, troða uppí sig og átta sig á því að þetta var ekki sykur sem maður stráði yfir Kellogsið í myrkrinu heldur salt.

Var nálægt því að æla.

Okey, nú má hinn sami og er að voodooa mig hætta því og snúa sér að einhverjum öðrum. Hvað gerði ég til að verðskulda þetta?

Hef átt viðbjóðslega daga undanfarið. Í gær var náttúrulega toppurinn og golfið nánast að hruni komið. Lófinn á mér óstarfhæfur útaf þessu háþrýsti insidenti, og allt öfugsnúið.

Að byrja daginn á stútfullri skeið af salti var svo rúsínan í pulsuendanum.

Reyndar unnu LP 5-0 og Barca 6-0 en það nær samt skamt.

Fór með bílinn á verkstæði til að skipta um dekk. Þegar kom að því að borga var ég ekki með nógu mikið reiðufé á mér. Gæjinn leit mig hornauga, ég þurfti að skilja eftir visa kortið (sem btw ég vill ekki snerta útaf óhagstæðu gengi) sem tryggingu og skjótast til Maríu og fá meiri pening.

When will it end?

ps. öll vælukomment eru velþegin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sykur út á morgunkorn, ég hélt þú værir búinn að læra.

Pétur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Var hreinn á tímabili en féll aftur af vagninum fyrir sirka ári síðan. Þurfti bara smá sýnishorn og það var ekki aftur snúið.

Er ekki bara fínt að fá smá sykur í morgunsárið til að vekja vélina? Fá smá hyper orku sem ég svo brenni yfir daginn.

Hver eru rökin gegn því?

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 23.3.2009 kl. 11:32

3 identicon

Svo sem allt í góðu af því þú ert á hreyfingu allan daginn, bara ekki gleyma að hætta "sykrinum" ef þú hættir að hreyfa þig.

Pétur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Nei, þá fyrst færi ég mig yfir í saltið.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 23.3.2009 kl. 11:43

5 identicon

Gnýr

Pétur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband