20.3.2009 | 17:31
Viðskiptahugmynd fyrir hugrakkan íslending
Ímyndið ykkur að vera labbandi útá götu og alltaf er maður í kjólfötum, skjalatösku og pípuhatt að elta ykkur í meters fjarlægð.
Yrði örugglega frekar þreytandi til lengdar.
Um leið og maður opnar útidyrahurðina og stígur byrjar hann að elta þig. Hann gerir ekkert við þig, talar ekki við þig né snertir. Horfir bara á þig, virðulega.
Það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu. Ástæða....rukka skuldir.
Súrt.
Það er fyrirtæki hérna sem bíður uppá þjónustu fyrir önnur fyrirtæki sem hafa gefist upp á venjulegum úrræðum við að rukka skuldir.
Ef einstaklingur skuldar mikið þá kallar fyrirtækið bara á þessa gæja og láta þá elta þig.
Af hverju virkar þetta? Því allir vita um hvað málið snýst. Ef þú sérð einhvern með virðulegan mann í kjólfötum, pípuhatt og skjalatösku í meters eftirdragi þá veistu að viðkomandi skuldar mikinn pening.
Fólk sem lendir í þessu er ekki lengi að borga brúsann og málið dautt. Þetta yrði nefnilega örugglega soldið vandræðalegt til lengdar.
Þegar María kom heim var viðskiptaspjald eins slíks manns undir hurinni okkar. María fór í panikk. Sem betur fer þá er það eigandi íbúðarinnar sem skuldar einhverjum helling. Málið er að hún heitir líka María. ÚPS.
Eins gott fyrir Maríu mína að ganga með skilríki á sér ef ske kynni að þeir byrji að elta hana.
Spennandi
ps þetta hefur verið við lýði á Spáni síðan árið 1587 (það útskýrir kjólfötin og pípuhattinn)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.