20.3.2009 | 16:19
skori skor
Í dag reyndi ég að hugsa ekkert um skorið. Skrifaði það ekki niður. Þetta er það sem menn segja að eigi að vera gott fyrir mann. Ef maður hugsar ekki um skorið og bara næsta högg sem er fyrir framan mann þá helst maður í núinu.
Ef maður fer að pæla í skorinu, hvort maður sé nálægt 36 punktum, hvað maður þarf að skora til að ná því eða hve góðu rönni maður sé á eða að maður hefði átt að gera hitt og þetta og slíkt þá er maður farinn að hugsa um fortíðina og framtíðina. Ekki núið og þ.a.l. ekki nógu mikil einbeiting fyrir næsta högg.
EN þetta er svo erfitt. Allavega fyrir mig. Eftir hverja holu er stríð í heilanum. Ég að reyna að hugsa um aðra hluti en það er lítill djöfull alltaf að hrópa inn á milli þetta friggin skor og leggja jafnvel saman heildarskorið. Mutha frigger.
Virðist samt virka ágætlega. Var vel einbeittur og minna en áður að pæla í skorinu. Missti það soldið í lokin útaf þreytu eins og sést á skorinu (tribble, skolli, par, par, par, skolli). En það er allt í lagi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.