Leita í fréttum mbl.is

Þú átt valið

María var ein á ferð með Sebas einn daginn og parkeraði í bílahúsi. Hún skellti Sebas í vagninn og þurfti svo að staulast upp tröppur með vagninn. Þar sem ekki var lyfta þarna var þetta hennar eini valkostur.

Það var þröngt í tröppunum fyrir vikið.

Það komu tveir kallar og þurftu að hinkra aðeins á meðan María staulaðist upp tröppurnar með vagninn og Sebas. Þeir tróðu sér framhjá þeim og hentu í Maríu að næst skildi hún bara skilja þennan helvítis vagn eftir heima.

María varð svo hissa á þessu að hún bara hélt áfram að toga vagninn upp.

Strax á eftir komu ungt par sem umsvifalaust bauðst til að hjálpa henni og það tók þau 5 sek. að komast upp með hjálp stráksins.

Þetta er snilldar dæmi um hvernig fólk er.

Sumir hugsa í vandamálum og kvarta og kveina á meðan að aðrir hugsa í lausnum. Klisja, en á samt bara svo vel við.

Maður sér þetta líka í umferðinni. Fólk alveg klikkast á 0,1 sek ef eitthvað er ekki alveg eins og best er á kosið. Eins og litlir krakkar. Ef einhver gerir mistök eða eitthvað álíka þá er fólk svo fljótt upp að það minnir mig annað hvort á dýr eða vanþróaðar manneskjur sem eru aðeins neðar í þróunarferlinu.

Oft þegar maður er á aðrein og bíður eftir opnu til að henda sér inn á autovíuna þá gefa bílarnir í sem eru fyrir aftan og blikka svo ljósunum. Akkuru hægja þeir ekki bara á og hjálpa fólkinu að komast inn á veginn?

Hvort er betra viðhorf? Hvernig viltu fara í gegnum daginn? Viltu láta aðra hafa áhrif og ráða því hvort dagurinn þinn verður góður eða slæmur?

Eftir að ég byrjaði í þessu golfi þá breyttist soldið viðhorfið gagnvart lífinu. Ég þurfti, sem golfari, að pæla soldið í hegðun á vellinum og hvernig best væri að haga sér í kringum golfið. Það smitaðist útí lífið almennt sem er vel.

ó, á meðan ég man, það er ekkert fótboltalið sem er betra en LP í heiminum í dag. Nema þá kannski Barca.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband