14.3.2009 | 20:12
Eistu
Ég man þegar við vorum í heimsókn fyrir norðan í Zamorra fyrir nokkrum árum þá var ég ennþá að læra spænskuna og ekki orðinn reiðfleipur.
Það er hátíð þarna sem haldin er árlega við mikin fögnuð aðstandenda. Fólk hópast saman og dansar og svo koma tveir aðilar hlaupandi inn rassskellandi hvorn annan. Þeir reyna svo að rassskella sem flestum og eitthvað og slíkt. Veit ekki tilganginn með þessu en mér fannst þetta ekkert spes.
ó, þeir eru klæddir í hænsnabúning eða eitthvað álíka heimskulegt.
Anyway.....
Við vorum öll samankomin í eldhúsinu þar sem fólk kemur vanalega saman á kvöldin til að spjalla saman við eldinn (enda drullukalt þarna). Þarna vorum við María og tengdó, systur mömmu maríu og börn þeirra. Örugglega sirka 15 manns.
Ein frænka Maríu spyr mig hvað ég hefði gert ef þessir hænsnagæjar hefðu rassskellt mig þarna fyrr um kvöldið.
Ég sagði að ég hefði slitið undan þeim eistun.
Ég hafði heyrt þennan frasa áður hjá fólki í daglegu tali og hélt að þetta væri bara skemmtileg leið að segja eitthvað og meina það (munið, ennþá að læra).
Ekki aldeilis svo. Allir sprungu úr hlátri sem var meira svona nervus histeríuhlátur því fólk varð svo hlessa að það vissi ekki hvernig átti að bregðast við þessum Íslenska rudda sem ætlaði að slíta undan einhverjum eistun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.