Leita í fréttum mbl.is

Lauro

Fór í mót á Lauro í morgun og spilaði vel. Var óheppinn að því leyti að lenda beint fyrir framan tré FIMM sinnum Á ÞREM BRAUTUM. Og það með góðum höggum. Bjargaði einu pari þannig en sætti mig við skolla á hinum tveim brautunum.

Endaði á +4 og lenti í þriðja sæti og fékk Titleist ProvX kúlur í verðlaun.

Djöfull er ég svekktur með þessi tré, fimm friggin tré á þrem brautum, hversu óheppin geturu verið.

Endaði á fugli þar sem ég átti högg mótsins (kalt mat) með tré þrist sem sveif þráðbeint á stöng frá 220 metrum með vatn á vinstri hönd bönkera á alla kanta og OB á hægri hönd. Sleikti stöngina fyrir albatrossi en rúllaði langt fram yfir holuna og endaði 15 metrum fyrir aftan flaggið. Flókið pútt fyrir erni en öruggur fugl.

Horfði svo á leikinn MAN-LIV á meðan ég beið eftir hollunum að týnast í hús og sá LIV rústa manjú 1-4. Ég var sá eini sem hafði áhuga á þessum leik þarna og öskraði ávallt úr mér lungun þegar mínir skoruðu. GOOOOOOOOOOOOOOOL.

Fólk var gáttað en mér var drullu sama. Einn útí horni að öskra á sjónvarp. Kokkarnir úr eldhúsinu á Lauro voru komnir fram að horfa með mér í lokin því þeir sáu hvað þetta var skemmtilegt, greinilega. Höfðu ekkert vit á knattspyrnu en sáu bara mann sem skemmti sér konunglega og vildu vera memm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband