12.3.2009 | 20:54
Slátur
Jæja, loksins kominn heim og búinn í sturtu. Hringurinn tók BARA 6 tíma í dag en munurinn var að það blés mikið. Rosa rok og almennt mun erfiðara að spila golf í dag.
Í dag gékk ekki vel. plús sextán. Já, það er rétt. plús sextán.
Ég byrjaði mun betur í dag og var -1 eftir fjórar. Svo byrjaði ballið. Hey, ég ætla ekkert að vera afsaka mig. Ég spilaði ílla, á því leikur enginn vafi.
En fyrir þá sem finnst gaman af golf útskýringum. here we go.
Þetta byrjaði á fimmtu þar sem ég átti 4 metra pútt fyrir pari. Merkið hjá einum var nálægt línunni minni en þar sem ég var heitur og að spila vel þá einhvern vegin fannst mér það ekki skipta máli. Merkið hans var svona spilapeningur, eins og í póker. Þykkur og stór. Ég púttaði í merkið og kúlan breytti um stefnu sirka 30 gráður. Skildi eftir vont pútt fyrir skolla sem ég klikkaði á.
par,fugl,par,par,dobbúl,dobbúl,fjórbúl,skolli,par = +8
dobbúl,skolli,skolli,par,dobbúl,par,par,skolli,skolli = +8
Sjötta brautin er svo par 5 sem er á móti vindi og menn rétt ná inn á braut og yfir skurð. Ég fór í skurðinn og endaði á dobbúl. Lélegt dræv sem sagt.
Sjöunda var fjórbúl þar sem mistökin felast í því að halda sig ekki við leikplanið. Kominn með tvo dobbla í röð þá vildi ég bara dúndra ásnum eins langt og ég gat í staðin fyrir að taka 3 járn og leggja upp. Týndi boltanum. Svo í innhögginu sem var blint fór kúlan yfir grínið og ég sá hana aldrei meir. Fokkin meðspilararnir þóttust ekki sjá höggið. Mjög ósennilegt. Tveir týndir boltar.
Á þessum tímapunkti var ég ekki að hugsa um sömu hluti og þegar ég spila vel. Ef ég á að reyna að benda á eitthvað eitt og finna hvað fór úrskeiðis þá er það þetta. Ekki með sömu hugsanir yfir boltanum, ætli þetta heiti ekki bara einbeiting. Eða öllu heldur að missa einbeitingu.
Hinir dobblarnir voru dræf ob og svo á par 3 fór ég í vatnið.
Eitt athyglisvert. Ég var að pútta frekar ílla í dag, alveg öfugt við gærdaginn. Mér leið ílla yfir þeim, eitthvað ekki eins og það átti að vera. Eitt pútt sem var sérstaklega asnalegt, ég skildi ekkert í þessu. skyndilega er mér litið á púttershausinn og sé sökudólginn.
Þá hafði segull losnað af coverinu af pútternum og legið fastur á baki púttershausins. Þessi segull er ekkert léttur. Hann gerði tvennt fyrir mig. Balansinn var ekki sá sami (truflar tötsið í að pútta réttar lengdir) og svo lá púttershausinn þ.a.l. ekki skver á jörðinni útaf þessum skemmtilega segli frá helvíti. ó by the way, ég uppgötvaði þetta á friggin 12.holu. Thanx
Ég týndi fjórum boltum í dag sem er óvenjulegt. Fann reyndar þrjá prov í staðinn.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.