Leita í fréttum mbl.is

Heathland

Fór æfingarhring í dag á Heathland links vellinum í Alcaidesa nálægt Gibraltar.

Þessi völlur er par 72 og sirka 6400 metrar að lengd. Hann spilast í miklum vindi því það blæs ávallt þarna niðurfrá líkt og um Hellu væri að ræða.

Ef að Hella og Vestmannaeyjar myndu eignast barn þá væri það Heathland.

Ég fæ fjögur högg á þessum velli.

Mér finnst þetta skemmtilegur völlur. Þarna eru langar par 3 holur þar sem ég tók m.a. ás á 200 metra uppímóti á móti vindi par 3. Yfirskaut reyndar grínið en þetta er ekta high fade með ás. Svo er þarna mjög kúl par 3 yfir vatn þar sem maður tekur 4 járn og lætur kúluna drifta til vinstri með vindinum.

Svo eru nokkrar holur á móti vindi sem spilast erfiðar. Sú sautjánda er par 4 þar sem félagi minn tók ás-ás-pútt-pútt. Easy.

Ein par 5 sem maður rétt drífur inná braut útaf vindi.

Hann er MJÖG erfiður að labba. Upp hæðir, niður holtir og aftur upp HEILT FJALL. Þetta er ekki djók. Það er þarna bil á milli 12. og 13. held ég sem er fáránlegt klifur. Upp á fjallinu sér maður yfir til Afríku. Aftur, ekki djók. Tær Snilld. Verð að taka mynd af þessu.

Ég lenti með þrem gæjum frá Mallorca og þeir voru hressir. Við vorum 6 tíma að mæla völlinn. Er MJÖG þreyttur.

Þetta er nýr völlur, opnaði 2007 og það sést á grínunum. Þau eru frekar hæg og soldið gróf.

Endaði þetta vel. Shittí ormaskelfis upphafshögg á par 5 á móti vindi sem fór alveg jafn langt og súper dræf hjá hinum. Lykillinn að árangri. Halda kúlunni niðri. Ætlaði svo bara að leggja upp með tré þrist þar sem þetta var á móti vindi par 5. Heyrðu, kallinn smellhittir kvikindið og lendir 3 metrum frá holu. Þar sem ég tek kúlurnar bara upp og byrja að pútta ýmis breik á gríninu þá bíður það betri dags að fá örn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband