Leita í fréttum mbl.is

haggis

Tók alvöru golf dag á þetta. Myndi jafnvel segja "fullorðins" ef að það væri þannig orð sem ég myndi vanalega nota. En geri það ekki þar sem ég er ekki þannig gæji. Gæti sagt að þetta hafi verið golf dagur "fyrir allan peninginn" eða "af dýrari gerðinni". En þar sem ég er ekki þannig týpa sem segir þannig hluti þá læt ég það ógert.

Var að slá supremely góð högg. Kvalitet væri orðið. Fann vippin aftur og pútta ágætlega. Overall.....nokkuð sáttur.

Kom heim og þurfti þá að fara útí búð að kaupa hluti. Hluti sem María skrifar á blað fyrir mig því ég man ekki allt þetta drasl. Vandamálið er að ég skil ekki skriftina hennar og við verjum ávallt nokkrum mín í að fara aftur yfir listann munnlega til að útkljá allan vafa.

Það sem kom mér á óvart á listanum í dag var Haggis!

María gerði Paella í síðustu viku að hætti spánverjans, svo gerði hún kús kús rétt líka í síðustu viku að hætti marókóa. Mín komin með eitthvað mikilmennskubrjálæði. Var þetta eitthvað farið að stíga henni til höfuðs? Var hún að plana að taka fyrir þjóðarrétti mismunandi landa. Næst á dagskrá var Skotland með sitt Haggis.

Djöfulsins hugsaði ég. Haggis, er það ekki eitthvað viðbjóðslegt slátur. Ég impraði á þessu og spurði hvort hún vildi virkilega Haggis. Hún bara, Já, keyptu haggis. Ég reyndi að snúa henni yfir í þjóðarrétt Ítala í staðin en hún haggaðist ekki.

Rétt áður en ég steig út þá hrópaði hún, "en keyptu þessa pull-up haggis".

What the bleep er það?

æji þessir sem eru einskonar buxur.

"Haggis, buxur.......ertu orðinn rugluð kona"

5 sekúndum síðar var ég kominn út á götu skellihlæjandi og miklu fargi af mér létt.

Ég fattaði nefnilega 0.1 sek eftir síðustu línuna að hún hafði meint huggies bleyjurnar en enski framburðurinn hennar dásamlegi bjagaði þetta aðeins útí skoska þjóðarréttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband