Leita í fréttum mbl.is

Færsla

Það mætti halda að kellinn sé bara aftur byrjaður í golfi. Í staðinn fyrir milljón færslur á dag þá er þetta fyrsta færslan, kl 16:30 espanish time.

Fór í morgun og hitaði upp með tveim fötum. Var stirður en tempóið kom í lokin. Fór svo að pútta og þessi nýja uppsetning hjá mér er að svínvirka.

Vippaði svo. Var ekki með þetta tötsí, tötsí, fílí, fílí. Soldið off. Það kemur.

Tók svo tvær fötur til að klára daginn og var að slá nokkuð vel á góðu tempói. Finn samt hvað ég er mjög þreyttur. 4-5 dagar í hóstakasti og inniveru gerir fáum gott.

Gabriel kom í lokin og lúkkaði mjög nervus. Ég impraði á því og hann sagði mér að hann ætlaði að prófa að slá kúlu núna í fyrsta sinn í 2 og hálfan mánuð. Við vorum báðir mjög spenntir og svo sló hann og kveinaði af sársauka í olnboganum. Greyið kallinn. Alveg jafn vont og í byrjun, engin framför. Ég fann hvernig honum leið og sá að hann var gráti nær. Hann fór fljótlega heim eftir þetta og ég reikna sterklega með því að hann gefist upp á þessum draumi sínum á að verða atvinnumaður og hvíli sig í allavega 6 mánuði eða meira. Finni sér vinnu og meðalmennskist.

Jæja, þá er það bara mót á morgun. Markmiðið er að vinna mótið og lækka um 1 heilan í forgjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband