5.3.2009 | 13:14
Keppurinn komst inn
Listinn var að opinbera sig á netinu, var gerður opinber m.ö.o.
Búinn að bíða eftir þessum lista sem upptrekkt gúmmítuðra á nálum.
Þessi listi segir til um það hverjir komast inn á mótið í Alcaidesa á Heathland vellinum.
Þetta verður sem sagt sami sterki hópurinn og í Barcelona. 33 með 0 eða betri forgjöf. Það var hleypt 110 kylfingum inn og ég er númer 88 á listanum. Mjög svipað og síðast.
Þetta verður rosalegt.
Gabriel skráði sig líka og komst inn en hann er búinn að vera meiddur í rúmlega 2 mánuði á olnboga. Hann hefur ekki enn sveiflað kylfu þannig að hann skráði sig bara just in case. Ef hann verður sæmilegur í næstu viku mun hann byrja mótið. Ef ekki, þá verður einhver glaður á biðlistanum, sem btw inniheldur rúmlega 50 keppendur. Þar á meðal Graham gamla og vin hans sem voru einu öldungarnir sem skráðu sig til leiks. Þeir eru með 5,5 og 5,8 í fgj og eru síðastir á biðlistanum.
Ske-nillid
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.