4.3.2009 | 20:57
Ermi
Ég kenndi Sebas að þurrka í ermina sína leiðindi eins og matarleifar og hor um daginn. Það kom sér einstaklega vel í dag þar sem nóg var af hvorutveggja. Þetta sparaði mér heilmikla vinnu við að snýta honum en svo mikið get ég sagt ykkur, að ermin má nú muna fífil sinn fegri.
Segi nú kannski ekki að ég hafi beint kennt honum þetta, meira svona leiðbeint honum á rétta braut varðandi þurrkstefnu, loftmótstöðu og valið á milli hægri og vinstri (ávallt vinstri því ekki viltu líta út eins og hálfviti þegar þú heilsar einhverjum með handabandi)
Nei svona í alvöru talað þá var þetta bara fínn dagur. Litli hóstar mikið, eiginlega alveg jafn mikið og ég á tímabili. Í kjölfarið stofnuðum við hljómsveit er ber nafnið "Los hóstus muchos". Eftir 4 klst líf er bandið núþegar uppbókað næstu 3 mánuði og stefnum við á heimsfrægð.
Fínt að hafa það í bakhöndinni ef þetta golfævintýri gengur ekki upp.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefurðu heyrt talað um að það er skamm góður vermir að pissa í skóinn sinn.
Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 08:15
Hefur Þ Ú heyrt talað um skóinn sem pissaði og skammaði alltaf hinn góða vermi.
Færslan var nú bara meira svona í gríni, eins og flestar færslurnar hérna. Þær ber ekki að taka bókstaflega.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2009 kl. 08:29
Á ég að senda klút til Spánar?
Eru veikindin að gera greyið strákinn viðkvæman.
Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:43
þarft allavega ekki að senda klút til harðasta stráksins á Gaza svæðinu, Sjá myndband í færslu.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 5.3.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.