28.2.2009 | 18:41
Golfmót
Fór í rigningu í mót á Lauro golf í morgun. Mættur kl 7:45 að hita upp fyrir teig kl 9.
Djöfull var ég solid sem rock á þessum hring.
Á fyrri níu paraði ég allar nema eina þar sem ég fékk dobbúl.
Seinni níu voru par,fugl svo restin par fyrir utan einn skolla. 15 pör, 1 fugl, 1 skolli og 1 dobbúl.
Endaði á +2 með 93% hittar brautir(13 af 14) og 83,3% hitt grín (15 af 18).
Það sem mig vantar soldið núna er að klína þessum púttum í holuna. 35 pútt. Svo mikið því ég er að hitta öll friggin grínin og bara eitt friggin bördí pútt dettur. 4 sem lippuðu út.
Engu að síður þá er þetta algert regulation golf. Braut,grín og tvö pútt.
Gerði bara tvö mistök allan hringin. Dobbúllinn kom eftir að ég átti perfect risa dræv á par 5 braut og einungis 170 metrar eftir. Tók 5 járn og setti hann í bönker þar sem ég klúðraði soldið. Röð af fjórum mistökum sem teljast sem ein.
Seinni mistökin voru þrípútt þegar ég var að pútta fyrir fugli. Erfitt pútt en engu að síður viðbjóðsleg mistök.
Fékk 36 punkta og lenti í þriðja sæti. Fékk bók um Picasso safnið og aðra bók um Finnland. Moþerfokk. Djöfullin hef ég að gera með bækur. SÉRSTAKLEGA UM FINNLAND. kúlur men, gimmie friggin kúlur. Það er alltaf vöntun á þeim.
Lækkaði um 0.3 í dag því þetta var skalað upp sökum lélegs árangurs þessa 101 manns sem mættu í rigningunni. Nokkuð sáttur með það.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér eftir veikindi og hlé frá æfingum haltu þínu striki Pabbi
pabbi (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.