14.2.2009 | 21:37
Siggi sirkús
Fór svo í mat til tengdó eftir golfið. Hafði lítinn tíma til hvíldar þar sem María fékk þá stórgóðu hugmynd að fara í Sirkús.
Við fórum því, ég, sebas, maría og gabí inní Alhaurin de la Torre og keyptum okkur inn á shówið.
Ég sat með drenginn í kjöltunni og fann hvernig vindgangurinn eftir matinn þyrlaðist niður. Frábært hugsaði ég, losa um þetta strákur, flott hjá þér, þú lærðir af þeim besta. Svo finn ég hvernig hægri hendin á mér snar blotnar öll. Ég lít á Sebas sem er að æla þvílíkum gusum beint á keppann. Þrjár gusur útum allt. Greyið.
Honum var alveg sama og þar sem ég rétti Maríu drenginn sá ég hvernig hann sleit ekki augun af skemmtiatriðunum. Á meðan var ég nánast að drukkna í gulri ælu upp fyrir haus. Sem betur fer var myrkur og allir að horfa á kallinn í hringnum. Við bara færðum okkur um sæti og byrjuðum að þrífa mig aðeins og merkilegt nokk þá var ég bara þokkalegur miðað við magnið sem fór á mig. Sebas og hinir í kring voru í góðum málum.
Sebas skemmti sér konunglega og japlaði á seríóinu sínu og drakk vatn.
Svo kom trúður á sviðið og vildi fá áhorfendur í sjóvið. Auðvitað var ég valinn þar sem ég stend soldið út, hár, myndarlegur með blá augu. Ég var settur í miðjan sirkúshringinn þar sem ljósið var svo heitt að ælugufurnar þyrluðust upp úr blettóttum fötunum. Næs.
Ég var látinn leika eitthvað með tveim öðrum og mitt hlutverk var ástfanginn elskhugi. Mér fórst það einkar vel úr hendi og orðið á götunni er að sjaldan eða aldrei hafi sést jafn safaríkt performans í Andalúsíu síðastliðin 57 ár.
Við tókum myndir og meira að segja með litlu tígrisdýri sem gékk á milli áhorfenda. Fjör og almenn skemmtilegheit í sirkús sigga smart.
Svo ældi pungurinn aðeins meira í bílnum (seríósið). Ég var parkeraður í miklum niðurhalla og maría og gabí farnar út úr bílnum. Skyndilega heyri ég gurgle hljóð og strákurinn var að drukkna í ælu því hann hallaði soldið aftur á bak. Þá kom föðureðlið bersýnilega í ljós þar sem ég reif í drenginn með hægri, flautaði með vinstri og hrópaði á Maríu sem var þarna í 10 metra fjarlægð. Ég reif svo fast í hann að greyið fór að hágráta, sem ég var bara sáttur með. Betra það en hitt.
Svo komum við heim þar sem hann ældi aðeins meira. Það skrýtna við þetta er að honum er slétt sama. Kvartar ekkert. það er eins og þetta sé honum bara léttir. Sem er lógískt.
Svo var hann kominn í náttfötin þegar við fundum þessa líka yndislegu stóðhesta crap-it-í viðbjóðs fýlu. "MARÍA, ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ SKIPTA"
Þegar ég segi drulla þá er það understatement. Liquid-tation dauðans. Litla greyið sem aldrei kvartar var þarna að losa sig við allt draslið í einu, tja, einum rembingi. Þetta var ekki bara uppá bak, heldur náði svo langt að það var líka í hárinu. Vamos, strákurinn klæddur úr öllu og beint í sturtu.
Hann er svo þreyttur og búinn á því að honum var slétt sama og fór bara í ný náttföt og lokaði augunum strax þegar í rúmið var komið.
Við verðum á vakt í nótt. Soldið stressaður yfir annari ælu eða einhverju verra.
litla greyið
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.