Leita í fréttum mbl.is

Að halda holum í gíslíngu

Þoli ekki fólk sem vippar á púttgrínum og púttar á vippgrínum. Sérstaklega síðari hópinn.

Í mijas golf er fínt vippgrín en soldið lítið. Þannig að um leið og einhver fer að pútta á því þá blokkast tveir af 5 fánum útaf manneskjan stendur ávallt við einn fánann eins og asni og púttar svo á hinn fánann.

Það er eitt að pútta og annað að pútta í sátt við umhverfið. Þegar maður púttar á holu þá gerir maður það frá stað þar sem að maður er ekki fyrir neinum.
Flestir pútta að holu og taka boltann upp og stilla sér strax upp til að miða á næstu holu. Halló, hvað er rangt við það. Jú, þá stenduru alveg upp við holuna sem þú varst að enda við að pútta að og kemur í veg fyrir að annað fólk geti púttað á þá holu.

Þarna ertu að blokka tvær holu í stað einnar eins og æskilegt er. Ég kalla þetta að hijacka holum, eða að halda holum í gíslíngu.

Ég er í stöðugri baráttu við heimskt fólk sem hugsar bara um sjálfan sig. Í 99% tilfella ignora ég það og einbeiti mér að mínu. En stundum þegar ég er í góðu skapi þá ætla ég að vera góður og benda fólki á þetta ef ske kynni að það bara vissi ekki betur. Lenti í einu tilfelli í morgun.

Hann var að pútta á vippgríninu. Ég benti honum kurteisislega að þarna í 30 metra fjarlægð væri risastórt púttgrín. Svo kurteisislega að ég sagði meira að segja "con respeto" (with respect). Kom afar varlega að honum og tjáði honum, bara just in case, ef að hann vissi ekki af þessu púttgríni þá væri það þar, titrandi af tilhlökkun að fá að láta kúlurnar hans rúlla um sig eins og öll púttgrín þrá (sagði það reyndar ekki alveg svona súrrealískt).

Minn maður, í kringum 50 ára, fór svo í þvílíka vörn að everton hefðu orðið stoltir. "pútta bara þar sem ég vil og enginn getur bannað mér það".

Vó, sæll. Að sjálfsögðu eru engar reglur sem banna manni að pútta á vippgríni en það er soldið mikilvægara en það þarna í umferð. Nefnilega, almenn kurteisi og lógísk hegðun. OK, þú getur púttað á vippgríni en þá ertu bara asshole að pútta í staðin fyrir að virða þessar etiquette reglur og bara pútta á friggin PÚTTGRÍNINU. Af hverju helduru að það heiti púttgrín.

Hann var lost cause. Hann tók nokkur pútt í viðbót bara til að meika point og fór svo. Þegar hann keyrði framhjá vippgríninu þá flautaði hann akkurat þegar ég var í sveiflu við að vippa inná grínið.Bara til að reyna að trufla mig!!!!!!! Sækó. Ég sá hann koma miles away þannig að ég leit ekki upp og brosti bara þar sem kúlan sleikti holubarminn og daðraði við yfirlið í holuna.

Ég vorkenni svona fólki. Að lifa svona hræddu og neikvæðu lífi. Hvernig er það hægt. Af hverju sagði hann bara ekki, "aaaaa, takk fyrir upplýsingarnar myndarlegi og leyndardómsfulli svartklæddi maður. Ég ætla hins vegar bara að pútta nokkrar kúlur í viðbót og svo er ég bara farinn".

Málið dautt.

ps. ég neita öllum "láttu mig bara um að tala" kommentum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverskonar komment eru það??

Já hann hefur bara orðið svona vandræðalegur karluglan, svo er hann líklega bitur því hann gamall og lélegur í golfi. Fyndið samt að flauta:)

Siggasiss (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það eru svona péturs komment.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 11.2.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband