Leita í fréttum mbl.is

Heimferðin

Lagði í hann kl 9:20 í morgun og var kominn 11 klukkutímum síðar heim í hlýjuna. Ég er svo mikill nagli að ég stoppaði bara einu sinni í 10mín til að taka olíu.

Enda finnst mér ennþá eins og allt eigi einhvernvegin að vera á hreyfingu. Mjög súrreal að vera kjurr.

Ég vildi ekki nota kreditkortið því það er íslenkst og gengið er lélegt. Þannig tók ég bara út viss mikið af evrum og þegar ég lagði í hann í morgun þá átti ég bara eftir 54 evrur. Og tankurinn á síðasta kvarti.

Ég keyrði hann galtómann. Ég var farinn að svitna soldið þegar ljósið kviknaði en svo sá ég skilti sem auglýsti bensínstöð. Hjúkkit. Heyrðu, þegar nær dró stóð svo á skiltinu að þessi stöð væri í 40km fjarlægð. MOTHAFUSK!!!!!!!!

Ég varð virkilega stressaður.

Ég byrjaði að sleppa honum í hlutlausan þegar ég gat og keyrði mjög hægt. Svo tók ég skyndiákvörðun og fór af autovíunni og keyrði inní landið. Fann loks lítið þorp og fór að leita að bensínstöð. Þetta var soldil áhætta því ef engin stöð væri í þorpinu þá hefði ég verið staddur þarna í nowheresville á meðal rúral spánverja sem hefðu örugglega bara étið mig eða notað sem svínafóður. Að verða bensínlaus þarna hefði markað endalok sakleysis the iceman.

Til allra lukku fann ég loks bensínstöð. Heppinn. Ég fyllti bílinn og þar rúmuðust 46.67 lítrar. Sem sagt um 3 lítrar sem ég átti eftir (og svo gufurnar).

Eftir áfyllinguna átti ég bara 10 evrur eftir og vildi geyma þá ef ég þyrfti nú að setja aftur á bílinn. Því þarna var ég bara staddur í krummaskuði og ekki einu sinni kominn til alicante. long way to go.

Sökum evruleysis át ég því ekkert í dag nema 5 kexkökur. Frá því kl 20 í gærkveldi og til kl 21 í kvöld voru þessar kexkökur allt og sumt. Mátti svo sem alveg við því að missa nokkrar máltíðir úr.

Hefði getað keypt mér eitthvað því það er enn eftir einn kvarter af tanknum og þessar tíu evrur eru bara að chilla í veskinu mínu.

ég er alltof paranoid........chillpill men.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt að keyra í 9 tíma en að keyra í 9 tíma án þess að narta í eitthvað er eitthvað sem ég myndi ekki höndla.

Sókn er besta vörnin með máltíðirnar. Þetta var það fyrsta sem ég hefði skotið.

Pétur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

11 tíma.

það sem hélt mér gangandi var söngurinn. Söng örugglega í sirka 8 tíma af þessum 11.

Enda soldið hás núna.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.2.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband