8.2.2009 | 16:03
Lokadagur
Ég labbaði með lokahollinu í dag í miklum kulda. Þetta eru gæjar sem eru í spænska landsliðinu. Þeir voru þarna 3 af 6 mönnum sem skipa liðið. Landsliðskapteinninn var þarna að fylgjast með og við spjölluðum mikið saman. Hann vildi endilega að ég keyrði með honum í golfbílnum sem hann var á og sennilega var hann forvitinn að vita meira um the iceman. Við vorum sem sagt samferða og hann tjáði mér að hann hefði m.a. orðið hér meistari í heil 5 skipti. Síðasta skiptið var fyrir nokkrum árum og árið eftir það varð Sergio Garcia svo meistari. Ekki amarlegt það.
Svo kom forseti klúbbsins í lokin og fylgdist einnig með. Allir topparnir voru þarna því þetta er frekar mikilvægt mót.
Það var mikil spenna á lokaholunum. Þeir höfðu skiptst á forystunni tveir í hollinu í allan dag en á lokaholunni þá var einn með eins höggs forystu og gæjinn í hollinu á undan hafði fengið fugl á holuna og jafnað hann. Hann þurfti sem sagt fugl til að vinna og hann reyndi við grínið á par5 og við héldum að það hefði tekist. Ég klappaði honum því á bakið og varð fyrstur til að óska honum til hamingju. úps, svo kom í ljós að hann yfirskaut grínið og átti eftir nastí vipp. Hann ákvað að pútta og skildi eftir 2 metra pútt fyrir sigrinum. Hann klikkaði og þeir fóru í bráðabana. Æ jæ. Aldrei að óska til hamingju fyrr en yfir er staðið.
Ég nennti ekki að fylgjast með bráðabananum og fór bara heim. Ég geri ráð fyrir að hann hafi sigrað þar því hann hefur góða reynslu og er landsliðsmaður en hinn 17 ára gutti sem enginn bjóst við að myndi gera atlögu. Hann fer á taugum pottþétt.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.