8.2.2009 | 00:03
Las Ramblas
Ég tók lestina inní hjarta Barcelona, Plaza Catalunya. Gékk svo Römbluna (but not with real intent). Rakst strax á sirka 30 menn með bjórkippu í hönd, allir að reyna að pranga uppá mig bjór (lít ég út fyrir að vera þyrstur?). Svo gékk ég aðeins lengra og þá byrjuðu hasshausarnir að bjóða hatsís og kóka. Svo gékk ég aðeins lengra og rakst á drukkinn róna sem reyndi að bögga mig.
Þetta var mjög gaman. Ég var bara með mína headfóna og brosti bara og leit fram á við.
Kíkti á þetta klassíska, spreybrúsakallana, hljóðfæraleikana, fimleikafólkið og svo teiknarana.
Settist svo niður í stól sem þarna var og tók almennt chill á þetta og horfði á mannlífið.
Skaut myndir eins og ég ætti lífið að leysa, enda er ég ekki kallaður pistol pete fyrir ekki neitt. Mér var slétt sama hvað fólki fannst. Labbaði framhjá kínverskum stað þar sem maturinn gengur á færibandi, ég opnaði hurðina og smellti einni mynd af því. Fólkið varð hissa. Operation don´t give. Sá 5 bræður flýja lögguna með poka sinn fullan af varningi á öxlunum, smellti mynd af því.
Mér var boðið hass 9 sinnum. Bjór 5 sinnum.
Svo þegar ég hafði sogið upp næga menningu þá rölti ég að lestarundirgöngunum þar sem lestarvörðurinn sagði að væri opið til kl 1. Viti menn HLIÐIÐ VAR LOKAÐ. Ég tók nettan panik pakka á þetta því ég ákvað að skilja veskið eftir heima og tók bara 10 evrur, símann og mp3 spilarann. Hvernig í fjandanum átti ég að komast heim. Taxi hefði kostað 20-30 evrur því þessi campus var í 35 mín lestarfjarlægð.
Ég byrjaði að svitna og ráfaði ringlaður um í leit að öðru svona lestaropi inní undirgöngin. Fann eitt slíkt OG ÞAÐ VAR LÍKA LOKAÐ. Motha friggin frigg.
HVAÐ ÁTTI ÉG AÐ GERA.
Það rann í gegnum hugan að hringja í hótelið og láta sækja mig eða eitthvað.
Ég stoppaði kall útá götu og spurði hvað ég gæti gert. Hann bara sagði mér að líta til vinstri þar sem Ramblan byrjaði. Þar var aðalinngangurinn og hann væri ávallt opinn. Ekkert mál. Lestarnar ganga til 1.
Motha fuskin HJÚKKIT
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.