Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði

Náði ekki köttinu og spilaði ekkert sérlega vel í dag heldur. Vonbrigði. Það var erfið byrjun sem setti stórt skarð í reikninginn. Ég tók 5 glompuhögg á fyrstu þrem brautunum. Náði að fara upp úr sandinum og einpútta til að bjarga parinu á tveimur þessara brauta en sú þriðja reyndist vera sú sem tók mikinn vind úr mér. Fékk tripple á fyrstu brautinni og það var líkt og einhver hefði kýlt í magan á mér og tekið allan vind úr.

Á annari brautinni sem er par 3 sló ég 4 járn í glompu en náði samt að bjarga parinu. Á þriðju drævaði ég í glompu, tók svo níu og sló í grínkant en boltinn lak í glompu. Vúbb dí dú. Náði enn og aftur að bjarga parinu með risa monstrous pútti a la Tiger. Mjög langt þar sem ég miðaði um 1 og hálfan meter til hægri og kúlan beygði svona fallega í holuna.

Á fjórðu sem er par 3 tók ég blending AFTUR í glompu. Í þetta sinn náði ég ekki að bjarga parinu.

Á endanum sló ég 7 glompuhögg BARA Á FYRRI NÍU.

Þess má geta að það var rosalegur vindur í dag. Til marks um það gerði meðspilarinn minn nokkuð á annari brautinni (okkar 11 braut) sem ég hef aldrei séð áður. Þetta er par 5 og hún spilaðist öll í gríðalegum mótvindi.

Hann tók ásinn í upphafshögginu. Svo tók hann aftur ás á brautinni og náði að halda kúlunni niðri og mjakaði sér áfram. Í þriðja högginu tók hann......wait for it...........aftur ásinn. Eftir þrjú högg með ásnum var hann samt sem áður bara staddur 20 metra frá gríni. Fjórða höggið var gott vipp og svo púttaði hann í holuna fyrir auðveldu pari. Snilld.

Ég tók ás, blending, tré þrist, 60° og tvö pútt.

Á þessum tímapunkti vorum við allir svo langt frá köttinu að við bara slökuðum á og chilluðum. Við tók bara nokkursskonar bógí spilamennska.

Ekkert markvert gerðist fyrir utan fimbúllið sem annar meðspilarinn minn fékk á einni af þessum löngu par þrjú brautum. Hann kiksaði tré þristinn í fyrsta högginu, skölllaði svo boltann inní skóg. Reyndi að bjarga kúlunni út en án árangurs. Þurfti að taka víti og náði að vippa út úr skóginu og inn í skóginn hinu megin. Við vorum allir farnir að hlæja að þessu bara. Sköllaði svo úr þeim skóg í enda grínsins og átti 35 metra pútt eftir (stór grínin þarna). Heyrðu, hann kom öllum á óvart og tvípúttaði bara frá þessu færi og fékk auðvelda 8. FIMMBÚLL

Ég ætla að horfa á þá bestu á morgun og fylgja þeim á síðasta hringnum í staðin fyrir að keyra suður eftir. Geri það bara á mánudaginn. Nýti líka tímann á morgun og æfi smá á þessu heimsklassa æfingarsvæði. Risareinge, risapúttgrín, risa-huge-colossal vippgrín með u.þ.b. 10 fánum og þremur glompum umhverfis. Og þetta er bara í kringum húsið. Svo eru fleiri vipp og pútt grín þarna í kring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband