Leita í fréttum mbl.is

Dagur 2 (Loftárásir og sigur fyrir mannkynið)

Dagurinn í dag var snilld.

Ég spilaði tvöfalt betra golf en í gær en kom samt inn á verra skori. +13 í dag með tvo dobbúl og einn FJÓRBÚL.

par,skolli,par,skolli,par,dobbúl,dobbúl,par,par = +6

FJÓRBÚL,par.par,par.skolli,skolli,par,skolli,par = +7

Var að spila betur, sveifla betur og allt í raun í þessu góða. Púttin mjög góð. Stundum er golfið bara svona. Nokkur mistök sem kosta mikið.

Þetta var samt stórsigur fyrir mig sem golfara. Með allt það sem gékk á þá hvarf brosið aldrei af mér. Var ávallt í góðu skapi, einbeittur og strax búinn að gleyma lélegum höggum. Ég vann í dag.

Ég byrjaði á tíundu þar sem ég setti delicate risapútt niðurímóti í miðja holu fyrir pari. Svo á fimmtándu byrjaði ballið. átti snilldar upphafshögg sem ég beygði til hægri í kringum tré til að vera á miðri braut. Átti bara 70 metra eftir og ætlaði að lyfta kúlunni mjög hátt upp þar sem pinninn var alveg fremst á gríninu með bönker fyrir framan. Fór náttúrulega í bönkerinn og ekki bara það heldur með kúlunni falda í sandinum. Eitt högg með 54° sem endaði í bönkernum kostaði mig 2-3 högg.

Svo aftur dobbúl á sextándu þar sem ég fór í vatnið. Ætlaði að vera sniðugur með tré þrist í öðru höggi og snúa kúlunni til hægri yfir vatnið fyrir framan grínið. Fór að sjálfsögðu í vatnið.

Rétt missti fugl á næstu braut sem er sú erfiðasta á vellinum. Svona var þetta. Var að spila vel en bara með smá mistökum. Rétt missti svo annan fugl á næstu einnig.

fórum svo á 1.braut sem var okkar tíunda. Feidaði ásinn í drasl og tók víti. Boltinn droppaðist í slæma stöðu og blendingur í öðru höggi fór líka út í drasl. FJÓRBÚL.

Svo komu tvö léleg högg á næstu braut sem skiluðu mér inní skóg. Hafði reyndar heppnina með mér og náði að redda parinu.

Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert étið og klukkan orðin 14 eða eitthvað álíka. Kroppurinn orðinn svangur og ég byrjaður að missa einbeitingu og léleg högg að læðast inn.

Át því samloku og paraði næstu þrjár.

Þegar 3 holur voru eftir sáum við hvernig þrumuveðrið var að nálgast okkur eins og óð fluga. Bara allt í einu var það yfir hausunum á okkur. Þetta var rosalegt. hávaðinn í þrumunum var stórkostlegur. Svo byrjuðu eldingarnar smátt og smátt. En engin rigning samt. Svo á lokaholunni vorum við að horfa eftir síðasta upphafshögginu. Þegar kúlan var í hæstu stöðu sáum við móðir allra eldinga koma þvert yfir boltann. ROSALEGT. svo kom þruman eftir 2 sek. friggin frigg. Hún var þarna rétt hjá.

Eftir 3 mín. hljómaði svo lúður. Ekki bara einhver lúður heldur svona lúður eins og maður heyrir í stríðsmyndum þegar maður heyrir svo strax á eftir "shit, the germans are here".

Ótrúlega hávær lúður sem hljómaði þrisvar sem þýðir að allir eiga að hlaupa inn í hús eða næsta skjól. Við merktum boltana okkar og löllluðum að húsinu. Ég var agndofa yfir ástandinu. Þetta var svo kúl.

Eldingin var svo rosaleg að ég meig nánast í mig.

Vorum látnir bíða í 40 mín og sagt að nánast öruggt væri að við þyrftum að klára síðustu 3 höggin á morgun. Ég setti draslið í bílinn og hékk svo bara í klúbbhúsinu just in case. Allt í einu hljómaði súperlúðurinn aftur og okkur tjáð að við hefðum 10mín til að spila í viðbót. Shit. Ég þurfti að hlaupa í bílinn og ná í 3 kylfur. Blending fyrir innáhöggið, pútter og svo 60° ef ske kynni að ég hitti ekki grínið. Sem var meira en líklegt. Sú varð raunin og ég skildi eftir 30 metra lobbhögg yfir bönker og pinninn 2 metra inná gríninu. Gerist ekki skemmtilegra. Ég teiknaði kúluna 1 meter frá holu með lobbi sem phil michelson hefði gefið vinstra eistað fyrir og setti svo delicate niðurímóti pútt í fyrir rosalegu pari.

Um leið og við tókumst í hendur byrjaði að hellirigna. Og rignir enn.

ROSALEGT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband