5.2.2009 | 19:37
Dans á rósum
Þess má geta að ég fæ heil 7 högg í forgjöf á þennan völl. Þannig að +10 er ekkert svo rosalega lélegt.
anyway
Núna er ég kominn ágætlega inn í umhverfið hérna á þessum háskóla campus. Alger snilld að vera hér og ég er mjög ánægður með þetta val mitt á gay friendly hótelinu. Þvílíkt háskólalíf á þessu fólki, hangir bara á kaffihúsunum sem hérna eru og virðist vera bara í almennu chilli. Kaffihúsin eru ávallt stútfull.
Ég fitta hérna inn eins og D.Oddson fittar inn í seðlabankanum. Stend þvílíkt út og fæ að kenna á því með störum og augngotum (insert gay brandara)
Katalanar eru alltaf að reyna vera svo sjálfstæðir. Vera svo öðruvísi en allir hinir. Þetta sést vel á fólkinu í þessu héraði. Hvernig það klæðir sig, hvernig hárgreiðslu það skartar og hvernig það hegðar sér almennt. Í raun eru allir að reyna vera svo rosalega öðruvísi en hinn almenni spánverji í öðrum héruðum að það eru nánast allir katalanar eins.
Katalaninn klæðist í 85% tilfella brúnum fötum. Katalóníu stúlkur eru 75% stuttklipptar. 99% af katalóníu strákunum eru stuttklipptir með svona rasta lokka hangandi niður þar sem þjóðverjinn væri með sítt að aftan.
Þá er ég að sjálfsögðu að tala um fólk á aldrinum 15-37 ára.
Eins mikið og ég hef verið á móti fólki sem klæðir sig furðulega og reynir eftir fremsta megni að vera öðruvísi til þess eins að fela ljótleika sinn þá fíla ég nú þessa Katalani bara helvíti vel. Frekar skrýtið.
María náttúrulega hatar að ég fíli Katalóníu þar sem hún er andalúsísk. Hey,,,,lífið getur nú ekki alltaf verið dans á rósum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.