5.2.2009 | 18:18
Fyrsti dagur
Ég spilaði í dag á +10 höggum. Var ekkert sérlega vel á boltanum og finnst vanta tempó í sveifluna. 8 járn var 150 metrar en er núna 130.......eitthvað er mis.
Púttstrokan var góð en ég náði bara ekki að lesa rétt breik í þessum grínum. Sem btw eru 11 á stimp.
skolli,par,skolli,skolli,par,skolli,par,par,skolli = +5
par,skolli,skolli,skolli,skolli,dobbúl,fugl,par,par = +5
hitti 10 brautir af 13 en aðeins 7 grín (vegna þess að járnin hjá mér eru búin að missa metra þá var ég oft með ranga kylfu í höndum og hitti ekki grínin). 34 pútt þar sem ég hitti bara ekki einu einasta pútti í þangað til á 16.braut.
Það hvorki gékk né rak frá 11 til 15 braut. Skildi þetta ekki. Svo ákvað ég bara að slaka á og hætta að pæla í því. Whem....högg dagsins á 16. Járn 5 af 180 metrum splinteruð handlegg frá stöng (með vatn umhverfis grínið) Stórkostlegt högg. Þá átti ég eftir púttið og þar sem ekkert pútt hafði farið oní ákvað ég að hætta að lesa breikin fyrir aftan og framan og bara rétt kíkti á það og WHEM....auðveldur fugl.
Svo gerði ég slíkt hið sama á 17 gríninu. niður í móti þriggja metra delicate pútt sem ég rétt snerti en smurðist í holu. WHEM.
Á átjándu átti ég drive dagsins eða þannig þar sem ég fór inní skóg. Tók 6 járn af möl sem ég þurfti að beygja mjög mikið til vinstri í gegnum nokkur tré. Snilldar högg þar sem ég þræddi nálaraugað með drawi eins og fagmaður. Átti eftir 5 metra risapútt til að bjarga parinu sem ég bara rétt kíkti á og slammaði þvínæst ofan í mutha friggin bootleggin bits as holuna.
Ég kíkti á töfluna (þeir eru með uppsetta skortöflu utan á húsinu alveg eins og á túrnum, sæk) og sá að það voru 22 kylfingar verri en ég þegar rúmlega 20 áttu eftir að koma í hús. Það þurfa sem sagt 40 að vera verri en ég til að ég nái köttinu. Þarf að vinna sirka 30 betri spilara en ég. Töff job.
Eins og ég sagði þá verður köttið sennilega í kringum 24-28 yfir par.
Fer út á morgun kl 10:50
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.