Leita í fréttum mbl.is

EL PRAT

Fór snemma út í bíl og ætlaði að vera vel tímalega kominn útá El Prat. Villtist og það tók mig klukkutíma að fara 20 mín leið. Völlurinn ílla merktur og ég var eins og ping pong kúla á milli tveggja bæja að leita að innkeyrslunni að vellinum.

Loks gafst ég upp á karlmennskunni og hringdi í völlinn og þau sögðu mér þessa friggin leynileið.

Kominn þangað um kl 10 og tók reinge session og svo vipp og pútt. Það virkaði allt fínt og ég fór útá teig kl 12.

Spilaði einn þar til á 16.braut þegar ég fékk þriggja manna félagsskap.

Tók langan tíma í að skoða grínin og teikna veigamestu breikin í bókina mína. Þar er mjög mikilvægt, sérstaklega á velli sem þessum þar sem grínin eru toppklass. Þau eru, infact, BRILLIANT. Eins og best gerist á túrnum.

Er sem sagt með svona rassvasabók sem ég nota í að teikna velli. Ómissandi þegar maður má ekki nota laserinn til að mæla vegalengdir. Þannig teikna ég mism. vegalengdir frá hinu og þessu, oftast sandglompum. Geri það fyrst á Google earth og svo betur og nákvæmar á æfingarhringjum með lasernum.

Spilaði bara vel, official skor +6 en þar sem þetta var æfingarhringur þá má bæta 3 höggum við þar sem ég tók ávallt nokkra bolta og í þessi þrjú skipti hélt ég áfram með seinni boltanum.

Það er óljóst hve mörg högg ég fæ í forgjöf á þessum velli. 5-7 högg kannski, þannig að þetta er vel ásættanlegt skor miðað við fyrsta hring.

Það var mikill vindur í dag og til marks um það þá var ein par 3 hola sem er 230 metrar í enda gríns og ég þurfti að taka ásinn á hana. Skemmtilegt frá því að segja að þetta varð svo högg dagsins.

HÖGG DAGSINS var feidaður 220 metra ás á par 3 holu í miklum mótvindi. Setti kvikindið handlegg frá holu og tappaði inn fyrir auðveldum fugli........til hamingju ég. Ef það verður sami vindur á morgun mun ég samt taka tré þrist og beint högg, prófaði það líka og endaði á góðum stað.

Svo eru tvær par 4 brautir þarna sem spilast í mótvindi og eru frekar langar. 426 metrar og 397 metrar uppí móti. Sú síðari er hcp 1 og á báðum þessum holum ætla ég einfaldlega að leggja upp til að vera ekki að rembast við grínið með tré þrist og eiga í hættu að lenda á vondum stað.

skolli,par,fugl,par,par,skolli,skolli,par,par = +2

skolli,par,skolli,fugl,dobbúl,par,par,skolli,par= +4

12 brautir af 13 hittar og 12 grín með 34 pútt, sem er of mikið. Hefði verið snilldar hringur með 30 púttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband