Leita í fréttum mbl.is

On the road

Haldiði ekki að kellinn sé með Wí Fí í herberginu sínu á Gay friendly hótelinu. Lúxús.

Þetta 4 stjörnu hótel sem er mjög ekónómískt því þetta er á háskóla campus og notað í að kenna námsfólki í ferðamannabransanum.

Snilldar díll.

Og nei, ég hef ekki enn séð neina gay pride skrúðgöngu ennþá.

Ferðalagið frá Fuengirola tók mig slétt 10 tíma. 30min pása og tvær 5 mín. pásur. Þetta var samt ekkert svakalegt. Var bara sybbinn um morguninn og lagði mig eftir 3 tíma í þennan hálftíma. Svo keyrði ég bara líkt og vindurinn upp eftir ströndinni. Blastaði bara likkunni, sparta og guns. Hægði þetta svo niður með smá suede,daniel johnston og BOTNLEÐJU.....Hell yeah.

Gæji á einni bensínstöðinni reyndi að ræna mig. Gaf mér 10 evrum of lítið tilbaka. Mjög kasúal. Ég minntist á það og hann bara pollrólegur og var nánast undir það búinn að rétta mér svo síðari 10 evrurnar. Ekkert afsakið eða neitt, bara augnaráð dauðans og svipur sem benti til þess að ÉG hefði rænt HANN þessum 10 evrum. Greinilega að stunda þetta og vanur því að sleppa oftast. Maður getur nefnilega ekkert farið tilbaka ef maður fattar þetta of seint. Nema maður vilji borga tollinn á autovíunni aftur og þá er maður kominn í tap.

Það fyndna við þetta er að gæjinn var í kringum 60 ára, vingjarnlegur útlits, soldið bústinn og skollóttur. Menn nota það sem þeir hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman að vera þarna með þér, hvernig liti það út!

Pétur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það liti hræðilega út. Ég er líka bara feginn að Gabriel gat ekki komið, tala nú ekki um Graham sem er 63 ára.....euuuw viðbjóður. ÞAÐ hefði litið ílla út.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 4.2.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband