Leita í fréttum mbl.is

Bláa þruman

Hér eru þrumur og eldingar að hætti spánverjans. Þegar næst komst voru eldingarnar í 6 sekúndna fjarlægð, sem eru 6 km, held ég.

Sem áður finnst mér þetta alveg æðislega gaman, eins og litlu smábarni. María er hins vegar stressuð og vill helst slökkva á sjónvarpinu og hafa dregið fyrir alla glugga. Veit hún ekki að í íbúðinni býr Siggi "danger" rúnars?

Í dag var algjör sunnudagur. Er enn í náttfötunum og horfði á Liverpool rústa Chelský, frakka rústa króötum, nadal rústa Federer, barca rústa einhverju liði og loks valencia vinna almería (með öðru auganu).

Ánægður með Rory McIlroy, unga n-íran sem vann EPGA mótið í dag. Hann er 19 ára og stútfullur af sjálfstrausti. Ég labbaði með honum í fyrra hérna á Aloha vellinum og það var unun að fylgjast með þessum strák.

Fyndið frá því að segja að ein sænsk kona á Lauro golf hélt að hann og Darren Clarke væru frá Nígeríu. Því hún hélt að NIR, sem er að sjálfsögðu Norður Írland, væri skammstöfun fyrir Nígeríu. Hún kom með einhverja elabórate sögu um að, jú jú, þeir skrá sig sem Nígeríska útaf skattafríðindum. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Hún varð hálf skömmustuleg þegar ég leiðrétti hana. Greyið.

ps. Mikið held ég að þeir í Nígeríu yrðu nú samt glaðir að fá smá pening í landið. Myndu örugglega fara mjög vel með þá og setja þá eflaust beint í uppbyggingu menntakerfisins......yeahhhhhhh......That´s gonna happen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa það sem þú upplífar þarna á Spáni.  En gangi þér vel fyrir norðan.......kv. mamma

Rósa Margrét (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

takk

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 2.2.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband