1.2.2009 | 14:35
Pólitík spánverjans
Keppti í gær á Lauro og varð í öðru sæti. Fékk heilar 30 í verðlaun jibbí og hei hó jólakó.
Fórum svo um kvöldið á El Parador til að taka við verðlaunum fyrir besta skorið í mótinu síðastliðin mánudag. Mættum auðvitað allt of snemma og þurftum að bíða í 1 og hálfan tíma. Ég á þetta til, að vera spenntur og vilja bara fara af stað. Gerist oft þegar ég ferðast líka. (minnir mig soldið á Höss)
Svo byrjuðu herlegheitin. Þetta var veglegt og flott hjá þeim þar sem maður sá um milljón bikara þarna á borðinu þar sem þetta var heil vika af keppnum og margir sigurvegarar.
Þegar loks kom að mér þá gerðist nokkuð skrýtið. Fyrst voru veitt verðlaun fyrir 1,2 og 3. sæti með forgjöf sem var eðlilegt. En svo kallar kellingin á spánverjan sem lenti í öðru sæti og gefur HONUM vinningin fyrir besta skor!!! What....
Svo kallar hún á MIG og gefur mér annað sætið fyrir annað besta skorið.
Það VAR ekkert annað sæti, þetta voru bara 1,2 og 3. sætið með forgjöf og svo verðlaun fyrir besta skor.
Hvað var í gangi!!!
Strákurinn virtist líka hissa á þessu og aðrið viðstaddir sem vissu um úrslitin komu líka með nokkur komment (m.a. danski mafíósinn)
Ég ræddi þetta svo við Maríu á meðan fleiri verðlaun voru veitt og tjáði henni um þessi mistök. Hún varð brjáluð og fór strax upp á sviðið og kallaði á kellinguna og lét hana vita af þessari vitleysu. Hún fékk þá bara kalt viðmót og henni tjáð að þau væru ekki með skorin hérna og það þyrfti að kíkja á þetta bara þegar skrifstofan opnar aftur á mánudaginn.
María hélt ekki.
Skorið mitt var +4 og stráksins +6. Málið dautt. Enda fór ég til hans og lét hann skipta við mig á bikar og tók 1.sætis bikarinn. Hann sagðist vera sammála. Ekkert mál.
Svo þegar allt var yfirstaðið fórum við aftur að tala við beygluna og hún reyndi eitthvað að bulla um að þetta væri MEÐ forgjöf og þannig vann hinn, sem við náttúrulega bárum til baka. Þá byrjaði hún eitthvað að bulla um að ég hefði unnið 3.sætið með forgjöf OG besta skorið og ekki hægt að vinna báða flokkana, CRAP it í Crap, akkuru fékk ég þá ekki 3.sætið?
Allt í allt, þá reyndi hún að bullshita sig út úr þessu en án árangurs. Þegar hún sá að ég og strákurinn höfðum núþegar skipst á bikurum þá tók hún bikarinn af mér. Þá kom strákurinn og sagði henni hvernig var og ég fékk bikarinn aftur.
Til að gera langa sögu pínu styttri þá var málið eftirfarandi:
Þessi kelling og strákurinn eru perluvinir. Eftir hringinn á mánudeginum þá voru við á skrifstofunni að gantast með úrslitin, ég, strákurinn og beyglan. Það var á þá leið að þar sem ég vann í báðum flokkum þá grínaðist strákurinn í beyglunni að það ætti að gefa honum verðlaunin fyrir besta skorið og ég fengi þá bara þriðja sætið. Hann var að grínast. Þar sem þetta var svo ólógískt þá var þetta fyndið.
Auðvitað var það lógíska í stöðunni að ég fengi þetta besta skor eins og ég vann fyrir og þriðja sætið færi þá til stráksins (sem lenti í fjórða sæti). En þar sem að besta skorið eru bestu verðlaunin, gantaðist hann með þetta við kellinguna og mig.
Heyrðu, kellingin tók þetta svona alvarlega og tók mig bara ÚT ÚR þessu og gerði ný verðlaun fyrir mig (annað besta skorið) svo að strákurinn fengi þessi verðlaun. ABSÚRD. Fáránlegt og augljóst.
Strákurinn er uppalinn þarna í klúbbnum og vel liðinn.
Rúsínan í pulsuendanum var svo rétt áður en verið var að slíta öllu saman þá bað strákurinn um orðið. Hann kom í pontu og vildi bara segja eitt. Hann vildi bara þakka kellingunni fyrir gott starf á skrifstofunni og hennar óeigingjörnu vinnu við að slá inn skor og skipuleggja verðlaunaafhendinguna!!!!!!
Ég og María misstum kjálkann samtímis í gólfið.
Pólitík Spánverjans er rosaleg. Engin verðlaun fyrir útlendinginn, höldum þessu innan klúbbsins og gerum vel við okkar fólk. Vinir hjálpa vinum.
Héldu þau virkilega að María myndi líða þetta. Hún lætur sko ekki vaða yfir útlendinginn sinn.
Takk María, ég hefði sennilega ekki nennt að gera eitthvað mál úr þessu og bara farið heim.
Gott að vera vel giftur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.