Leita í fréttum mbl.is

Hittu mig við Rauðalæk

Var á leiðinni heim í bílnum með Mammút í botni og lag númer 3 á styrk 17 (af 20)

Ég syng ávallt hástöfum með og er slétt sama um hvað fólk í öðrum bílum heldur.

Fór inní hringtorg og sá þá bíl sem svínaði á mig. Ekkert mál ég sá hann löngu áður og hægði bara smá á mér. Málið dautt.

Svo lítur gæinn á mig alveg brjálaður í framan og veifar hendinni að mér og opnar og lokar lófanum svona eins og þegar maður gefur til kynna "bla,bla"

Ég fattaði nú ekki alveg hvað hann meinti með þessu. Af hverju var HANN reiður, HANN svínaði á mig brutally. Og er svo með kjaft.

Svo rann það upp fyrir mér að ég var að syngja hástöfum og hann eflaust haldið að ég væri að blóta honum í sand og ösku. Öskrandi á hann. Greyið miðlungs-nobody´s-vinnumannamaðurinn. Jæja, hann hefur þá eitthvað til að tala um í sínu litla lífi.

Ég söng,

"Hittu mig við Rauðalæk. Ég hef gengið í alla nótt. Kom d´aftur heim."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna

Hehehehe

Tinna, 28.1.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband