23.1.2009 | 11:37
Gleðifréttir
Eftir fimm daga non stop hlustandi á John Frusciante get ég með fullri vissu sagt að mér tókst að fá mig til að fíla nýja diskinn hans. Húrra fyrir mér.
Það tók svita og tár.
Fyrstu hlustanir voru erfiðar en eftir því sem á leið, sá ég fegurðina í þessu og fíla nú í botn. Það eru nokkur rosaleg lög þarna. Lag númer þrjú sem stendur uppúr. Búinn að setja það í djúkarann hérna á hægri hönd svo þið getið notið snilli hans.
Acquired taste er nokkuð sem á vel við (bara fyrir KJ). Alveg eins og kaffi, sígarettur og vín. Viðbjóður fyrst en batnar svo og verður vanabindandi (þess má geta að ég hvorki drekk kaffi,vín né reyki, ástæðan fyrir því er efni í heila færslu). Reyndar var diskurinn ekki viðbjóður fyrst, bara soldið rólegur. En núna get ég ekki hlustað á hann án þess að sprengja allavega eina æð. Svo mikil er tilfinningin í þessum gítarsólóum og þessari angurværu rödd hans sem er hlaðin tilfinningum og einfaldleika. Ekki besti söngvarinn í heimi en samt sá flottasti.
Sem minnir mig á gamla og athyglisverða athugasemd mína, en meira af henni síðar. Þarf að fara ná í dverginn í leikskólann (sem btw heitir the infants)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.