Leita í fréttum mbl.is

allt að gerast

Hér sit ég heima enn soldið slappur. Finn að þetta er samt allt að koma. Hef miklar áhyggjar af því hvað ég er búinn að æfa lítið. Verð bara að treysta á heildargetuna á mánudaginn þegar ég byrja í Campeonato de Málaga.

Hér er líka mikið rok og leiðinlegt veður. Rigning on og off. Það er aðallega útaf því sem maður vill ekki fara of snemma út. Gæti slegið niður og misst af þessum stórmótum. Stalst samt út í gær og fór í kringluna (miramar). Svona rétt til að anda að fersku lofti. Held að það hafi ekkert haft slæm áhrif, allavega fannst nautinu það ekki.

Er í staðinn á gúggel earth að skoða brautirnar og leggja drög að leikskipulagi. Frábært að geta notast við þetta tæki og súmmað inn á hverja braut fyrir sig. Maður mælir svo metrana og sér sirka hvar maður er að lenda. Þannig sér maður sirka hvort maður taki ás eða blending af teig.

Ef ég sé að eftir venjulegt upphafshögg ég eigi 230m eða meira inná grín þá tek ég oftast bara blending af teig. Reyni þá ekki við grínið í tveimur og legg bara upp til að eiga kannski 50-100 metra eftir fyrir innáhögg.

Þessi Prat völlur lítur ROSALEGA flott út. Það eru 7 brautir sem eru gjörsamlega faldar í skóg. Lendingarsvæðin á brautunum eftir upphafshöggið þar eru frá 20 til 30 metra breiðar, mjög tæt. Þetta verður allur pakkinn.

Völlurinn sem ég er að fara spila á Campeonato de Málaga núna á mánudaginn heitir el Parador og er í Málaga. Hef spilaði hann einu sinni og á hann teiknaðann í litla rassvasa stílabók. Gerði nefnilega leikskipulag á hann þegar ég tók æfingarhring þar einu sinni með Gabriel og forstjóra San Miguel verksmiðjunnar. Hann ætti að vera þægilegri yfirferðar en el Prat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband