22.1.2009 | 15:38
Rosalegt
Listinn yfir þá sem komust á El Campeonato de Barcelona í feb var að birtast á netinu. Og OMG. Djöfull verður þetta sterkt mót.
Sterkasti golfarinn er með -2.8 í fgj. Það eru 6 með meira en -2
26 gæjar með betri forgjöf en 0.
Ég er með 2.5 og er með forgjöf númer 79. Þeir hleyptu 90 golfurum inn og sá slakasti er með 2.7.
Ég endurtek.....OMG.
Það er 60 manna biðlisti í mótið.
Gabriel er meiddur á olnboga og skráði sig ekki. Vinur okkar Graham, sem er með 5,4 ætlaði með mér en er bara númer 50 á biðlistanum og kemst pottþétt ekki inn.
Þá er það ákveðið. Ég fer á bílnum þann 3.feb upp eftir (tekur mig rúmlega 9 tíma að keyra þetta). Sef á hóteli rétt hjá vellinum og keyri niður eftir þann 9.feb
Eins og áður sagði er þetta 4 daga mót með niðurskurði eftir 3 daga. Einn æfingarhringur þann fjórða. Málið dautt. Skorið verður niður úr 90 í 50 leikmenn. Gangi mér vel.
Djöfull er ég spenntur.......en fyrst....El campeonato de Málaga þann 26-28 jan. Eitt í einu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verður gaman, vonandi verður live score.
Pétur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.