22.1.2009 | 08:13
Gúddí
Horfði á Barca-Espanyol með öðru í gær. Gúddí var skipt útaf fyrir xavi og þulirnir skitu á sig. Þeir töluðu um að hérna væri engin taktísk breyting því þeir leika sömu stöðu. En þvílík breyting í gæðum. Himinn og haf þarna á milli sögðu þeir og héldu lofræðu um xavi á kostnað Eiðs Smára.
Auðvitað er þetta rétt hjá þeim en samt alger óþarfi að sverta íslendinginn svona hrikalega.
Ég var fljótur að skipta um rás útaf pirringi. Nenni ekki að hlusta á einhverja hálfvita tjá sig.
Fór því yfir á Burnley-Tott leikinn sem var sýndur hér með seinkun. Þar var annar íslendingur að nafni Guðjónsson. Svo skemmtilega vildi til að þeir fóru akkurat að tala um hann. Einn gæjinn þuldi upp staðreyndir um hann. Þeir þekkja hann útaf þessum þrem árum sem hann var í Betis.
Afar jákvætt og hressandi að heyra spánverjann í fyrsta sinn viðurkenna viðurvist Íslendings og tala vel um hann. Það er nefnilega aldrei talað um Eið hérna.
Það eina sem maður heyrir um Ísland hérna er kreppa og fólk sveltandi í biðröðum fyrir mat (alveg satt, fjölmiðillinn ýkir þetta og almenningur heldur þetta), björk, þegar ísland lenti í öðru á ÓL (þó þeir voru reyndar fljótir að hætta tala um það þegar við unnum þá) og kuldi og vont veður.
aaahhh svo má ekki gleyma því nýjasta sem er að Spánverjinn heldur að íslendingurinn sé sí prumpandi og ropandi. Ég er ekki að grínast. Það var þáttur hérna í sjónvarpinu þar sem fólk frá Andalúsíu sem býr í öðrum löndum talar um reynslu sína. Þar sagði einmitt einn sem býr á Íslandi að það væri venja og siður á Íslandi að prumpa og ropa í tíma og ótíma. Takk fyrir það.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.