Leita í fréttum mbl.is

Klassíker

Sebastian er að taka alla klassísku barnahlutina og stúta þeim. Hann krotaði á vegginn(sem er klassískt), hann eltir mjása með golfkylfu og lemur til hans (svo þykist hann vera að sveifla alvöru golfsveiflu ef hann sér að ég er að fylgjast með). Klassík.

Svo kemur hann stundum til mín þar sem ég sit við tölvuna og horfir á mig hvolpa augum og segir "papa minn, papa minn" með angurværri láróma englarödd.
Hann gerir þetta til að fá mig að leika því stundum er ég orðinn tregur til eftir sjöhundruðþúsundasta skiptið (á 12 mínútum).

Er enn að bíða eftir þessu rosalega sem átti að gerast í dag. Fann eitthvað á mér fyrir nokkrum dögum og veit ekki hvað það er. Kannski að María komi með eitthvað feitt fyrir mig að éta, kannski verður Obama sprengdur, kannski verða náttúruhamfarir einhvers staðar í heiminum, kannski voru þetta bara vindverkir......sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband