19.1.2009 | 08:39
Nei hættið nú alveg
Hold the phone maður......eru fréttamenn og blaðasnápar gjörsamlega búnir að missa það. Ég veit að þetta lið er ekkert sérstaklega skarpt lið en fyrr má nú vera.
Ég hef talað um þetta áður hér og sé mig knúinn til að minnast aftur á þetta þar sem þetta hefur ekki verið leiðrétt.
Hvernig má það vera að þeir þylja upp staðreyndir í spurningaformi?
Hér eru dæmi:Er myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Fór það í loftið nú á fimmtudaginn.
ertu ekki að grínast......svona ætti þetta að hljóma
Myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes er sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Það fór í loftið nú á fimmtudaginn.
Maður slysast oft sjálfur til að detta í þessa spurninga gildru en það er nú bara útaf því að ég dúndra einhverju á netið og pæli ekkert í því þó þeir 5 sem lesa þetta blogg undrist yfir því.
Gæjar sem skrifa fyrir morgunblaðið og fleiri miðla ættu hins vegar að vanda sig betur.
Það er ekkert sem pirrar mig meira en að lesa grein fulla af svona vitleysu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.