17.1.2009 | 18:51
Lauro golf
Ég fór í mót í morgun á Lauro golf og spilaði ágætlega. +4 með 32 pútt, 85,7% brautir og 61.1% grín.
par,par,tvöfaldur skolli,skolli,fugl,par,par,par,skolli = +3
Fugl,par,skolli,skolli,par,fugl,par,skolli,par = +1
Þessi dobbúl var útaf ég hitti ekki grín á par 3 og þrípúttaði svo. Skollinn á eftir útaf lélegu upphafshöggin sem faldi kúluna bakvið tré. Fugl á fimmtu með flottu pútti. Svo jafnslétta þangað til á níundu þar sem ég fékk víti og skolla.
Fugl á tíundu með flottu pútti. á tólftu viffaði ég( sópa undir boltann og taka stóra torfu og boltinn fer uppí loft og ferðast bara 20% af leiðinni) eitt höggið og fékk skolla. Næsti skolli var útaf ég sköllaði fimmujárn á par 3. Svo kom gott par á fimmtándu þar sem ég var meter frá OB eftir upphafshögg. Svo flottur fugl með master pútti. Sextán bauð uppá gott par með up&down frá sandi. Svo skolli eftir frábært upphafshögg, viff, aftur viff, vipp og eitt pútt. Sargasti fuskin durgur.
Þessi viff högg eru útaf því að völlurinn er blautur og maður sópar svona undir kúluna. Ekki ósvipað þegar töframenn kippa dúk af borði fullum af borðhaldi. Þrjú þannig högg skrifast á viff og segjum eitt í þessu óþarfa þrípútti. Annars bara sáttur. Þetta er bara formið, þegar það dettur inn þá er ég til alls líklegur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.