Leita í fréttum mbl.is

Stafalogn

Það var svo mikið stafalogn í dag útá velli að þið hefðuð ekki trúað því. Það var lúmskt kalt en samt var ég bara í vaffhálsmáls peysu og póló bol. Ekki vind að sjá. Sá samt nokkra stafi svífandi um lognið.

Var með of lítið í goggin í dag með mér. Bara tvær aumar ló kí lokur og 1 og hálfan lítra af vatni. Hefði þurft að vera tvöfalt þetta á þessum fimm tímum sem þessar 27 holur tóku mig.

Þegar ég kom heim skellti ég frosnum sænskum kjötbollum í skál. Reif ost yfir þær og frussaði tómatssósu yfir allt draslið. Skellti þessu í örbylgjuna og gúffaði svo í mig. Sjaldan bragðað jafn góðan mat. Enda er ég ekkert svangur núna á matartímanum, oh óóó, og maría að elda. Þvílík klemma.

Er að hita mig upp fyrir Senor Frusciante og hans skífu þann 20.janúar. Með drenginn í botni. Hlustaði á viðtal útaf þessum diski þar sem margt athyglisvert kom fram.

Spyrillinn var að fara launcha í eitthvað trúar kjaftæði, og spurði um trúna hans Johns. Hann er svo svalur að hann nennir ekki að tala um eitthvað kjaftæði og svaraði að það strýddi gegn hans trú að tala um hana. Viðtalið tók u-beygju og snérist aftur að disknum. Bújakasha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband