14.1.2009 | 18:51
Nýtt fas
Ég var í jólafríi á Íslandi þar sem ég sveiflaði ekki kylfu en gerði soldið annað í staðinn. Ég las þriðju bókina eftir Bob Rotella og hugsaði frekar mikið um golf.
Ég einblíndi á að hugsa bara jákvætt um ýmsa þætti,þegar ég er að fara sofa og líka bara á dauðum punktum í tilverunni.
Ég sé sjálfan mig spila golf, ýmist gamla góða hringi, eða nýja, þar sem ég legg áherslu á að setja mig í sporin og hugsa nákvæmlega um það sem ég gerði. Ég framkalla meira að segja þessar tilfinningar sem maður gengur í gegnum á hring.
Ég hugsa sérstaklega um öll góðu púttin sem fara í holu og sleppi þeim sem klikkuðu.
Ég sé mig fara í gegnum rútínuna, hægt og rólega, og taka svo mikilfengleg högg. Löng og stutt pútt sem öll rata ofan í holuna.
Ekki veit ég hvort ofangreint virkar svona vel eða eitthvað annað breyttist en ég er allavegana mun jákvæðari manneskja almennt og golfið er mun áferðarfallegra. Mun einbeittari og betri spilari. Ég hef ósjálfrætt hægt á sveiflunni sem ég nauðsynlega þurfti á að halda og er bara almennt sáttari við allt.
Ég meira að segja keyri hægar og er bara ekkert að flýta mér. krúsa bara á 80-100 þar sem maxið er 120. Dóla mér á hægri akreininni og blasta Glasvegas og mammút til skiptis.
Sirka tveir mánuðir í svona þankagöngum og lífið er allt auðveldara og jákvæðara.
(öll ófa stefs komment vinsamlega afþökkuð)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´Líst bara nokkuð vel á þetta hugarfar. Lengir lífið og tilveran mun skemmtilegri. Gott jafnvægi er gulli betri.
Mamma Rósa (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.