14.1.2009 | 06:58
Bankar
Bankarnir hérna eru mjög frumstæðir. Þeir búa ekki eins vel og þeir íslensku að því leyti að hafa miðlægan gagnagrunn eins og Reiknistofa bankana er. Eða RB eins og þetta kallast í daglegu tali.
Þar af leiðandi gengur allt miklu hægar fyrir sig.
Þjónustan er líka umtalsvert skert fyrir vikið því þeir virðast ekki treysta þér sem er skiljanlegt. Þeir hafa fáar upplýsingar um þig.
Bankarnir hafa líka mjög takmörkuð tengsl við fyrirtæki eins og hita og rafmagns fyrirtækin. Þá meina ég í þeim skilningi að það er til ferli svo að kúnninn geti borgað reikninga sem þeir skulda fyrirtækinu en það er mjög frumstætt.
Maður getur t.d. bara greitt reikninga á milli 10 og 12 frá mánudögum til fimmtudags. Maður þarf að fara í útibúið á þessum tímum og allt annað er þeim framandi. Greyin.
Málið er að það er svo mikill urmull af bönkum hérna. Þeir eru bókstaflega á öllum hornum. Þú labbar ekki beint áfram í 3 mín. án þess að fara framhjá að minnsta kosti einu útibúi. Fjöldin og öll flóran af mismunandi bönkum gerir það að verkum að mjög erfitt myndi reynast að sameinast um eitthvað miðlægt kerfi til að auka á skilvirkni eins og RB gerir.
Samt eru hlutir eins og netbankar sem gætu hæglega verið betri. Það kostar að millifæra þar, og upphæðin tekur tíma að flytjast á milli reikninga. Sem er crap og óþarfi.
Við getum talist töluvert heppin að búa á Íslandi þar sem allt er miklu skilvirkara og auðveldara í vöfum. Hlutirnir gerast strax og maður getur gert nánast allt á netinu á núinu. Jú, það er nokkurskonar fákeppni á markaðnum og neytendur þurfa að borga stundum of mikið fyrir einhverja hluti, en þjónustan sem við fáum í staðin er svo umtalsvert miklu meira þess virði.
Bankarnir hérna eru nú rétt byrjaðir að auglýsa sparnað þar sem maður getur geymt pening á reikning sem bíður uppá vexti. Þetta var ekki til fyrir skömmu. Þá lá peningurinn þinn inná bók án vaxta og maður þurfti meira að segja að borga frekar mikið fyrir árlegt viðhald reiknings (eins og þeir kalla það).
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott og vel en við megum ekki gleyma stöðu íslensku bankanna í dag.
Of mikið frelsi virðist geta komið einstalkingum og fyrirtækjum illa, við erum nú einu sinni dýr einss os susssi benti dinho svo skemmtilega á.
Sambland af þessu hlýtur að vera lausnin.
Pétur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:54
Tvennt
1 susssi?
2 man ekki eftir þessari ábendingu susssa til gordos. refresh me....
ps. sammála. Enda sagði ég aldrei neitt um frelsi eður ei. Talaði bara um fjöldann.
Punkturinn í þessu er að þrátt fyrir gígantíska samkeppni á bankamarkaðnum hér á spáni þá er neytandinn tekinn í boruna. Bankarnir hérna gera ekkert fyrir þig. Sökum stærðar er lítið hægt að sameinast um skilvirkt kerfi, bara hver og einn að pukrast útí horni.
Ég bara skil ekki hvernig svona margir bankar geta starfað og samt boðið uppá viðbjóðslega þjónustu.
Ég er ekki að grínast, ef þú stendur útá götu þá sérðu nánast alltaf allavega eitt útibú.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 14.1.2009 kl. 13:05
rassvöðvinn sagði hvað?
Pétur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.