12.1.2009 | 18:28
hnífapar
ég man þegar við fórum út að borða einu sinni með vinkonum Maríu. Þá átum við yfir okkur og allir sáttir við flest á þessum ágæta stað. Svo kom reikningurinn.
Frekar dýr miðað við aðra staði og svo í þokkabót þá var sér auka gjald sem hét hnífapör!
Ég fór með Sebastian áður en reikningurinn kom og eins gott því ég hefði ekki liðið þetta. Stelpurnar tjáðu mér þetta þegar þær komu heim. Þær fengu þær upplýsingar að þetta væri fyrir notkun á hnífapörunum.
Ég gerði mig ferðabúinn og ætlaði að mæta á staðinn til að ná í þessi hnífapör sem við greinilega borguðum fyrir. En María hin þolinmóða talaði mig til og eftir stóð að við færum einfaldlega aldrei aftur á þennan stað.
Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.