Leita í fréttum mbl.is

ORTIZ

Þetta rúmlega ár þá hef ég séð milljón framvæmdir hér og þar. Vörubílar útum allar trissur. Flestir vörubílarnir eru merktir fyrir ofan framrúðuna. Flestir merkja bílana sína með nöfnum sínum en sumir með einhverjar tilvitnanir. Trúarlegar eða eitthvað wannabe fyndið.

Ég tók fljótlega eftir einum gæja á appelsíngulum vörubíl merktur eiganda sínum að nafni ORTIZ. Svo fór ég að sjá þennan sama gæja oft á dag, keyrandi hingað og þangað. Ótrúlega duglegur og vinnusamur einstaklingur hugsaði ég.

Go ORTIZ Go.

Maður ber virðingur fyrir svona ötulsemi.

Svo í dag þá mætti ég honum og brosti í kampinn við að sjá vin minn aftur sem ég hef barið augum í rúmt ár.

Keyrði áfram með Napalm Death í botni og hugsaði ekkert meira um það. Svo mæti ég honum aftur eftir þrjár mínútur. Þessum sama vörubíl merktum ORTIZ!!!!

hvað var í gangi, einhver leyni leið sem hann fér þessi gæji. Því það var ógjörningur fyrir hann að vera þarna á þessum stað miðað við að ég hafði mætt honum fyrir þrem mínútum.

ORTIZ kallinn bara töframaður í þokkabót......

Nei, nei. Þá er þetta ekki nafn ökumannsins heldur fyrirtækið eða eitthvað álíka. Örugglega minnst 20 svona bílar í umferðinni daglega. Engin furða að ég væri að sjá þennan ORTIZ oft á dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband