8.1.2009 | 20:11
Frek einbirni
Ég hef komist að sannleikanum!
Núna veit ég muninn á íslendingum og fólki frá stærri löndum.
Seinni hópurinn hagar sér að jafnaði eins og frek einbirni á meðan íslendingar haga sér eins og fullorðið fólk.
dæmi: Ég var í flugvél fyrir nokkrum dögum og var búinn að koma mér fyrir í viðbjóðslega þröngu sæti. Ekki ánægður en what the fuck, hvað gat ég gert. Gat nánast ekki setið í sætinu. Ætlaði bara að bíða þangað til að við færum í loftið og tala svo við flugfreyjuna og tékka hvort eitthvað annað sæti væri laust með meira rými.
Heyri svo í manni á svipuðum aldri og ég sem var að ferðast með tveim öðrum. Hann var breti. Hann var að kvarta (lesist, væla) yfir þrengslunum á sætunum og krafðist þess að vera færður eitthvert annað tafarlaust. Hann var með svo mikinn yfirlætis tón og frekju takta að mér varð strax hugsað til lítils einbirni sem væri að rifna úr frekju.
Útfrá þessu fór ég að hugsa um muninn á honum og mér. Hann lét eins og hálfviti við flugfreyjuna á meðan ég bara beið eftir rétta augnablikinu til að biðja kurteisislega um annað sæti ef það væri hægt.
Útaf því að hann var á þessum aldri þá er hann hálfviti. Ef hann hefði verið 20 til 25 árum yngri þá hefði maður bara afskrifað þetta sem frekt barn.
Sumir myndu túlka þetta þannig að hann hefði bara staðið á sínu og ekki látið vaða yfir sig. Á meðan íslendingurinn væri svo lítill í sér og ekki þorað að leita réttar síns. Valid punktur EN ég er nú nokkuð sannfærður um að það sé hægt að orða þetta á betri hátt.
Íslendingar haga sér yfirleitt eins og fullorðið fólk á meðan fólk frá stærri löndum haga sér eins og frek einbirni og væla um leið og eitthvað fer ekki á þann veg sem þeim finnst réttmætt.
Ég myndi ekki nenna að tala um þetta nema hvað að ég hef séð þetta oft áður. Ég vann t.d. á hóteli og þetta voru allra þjóða kvikindi sem vældu við minnsta tilefni. Oftast var komið niður og strax byrjað að væla í stað þess að benda á misbrestinn og biðja kurteisislega um leiðréttingu. Sérstaklega slæmir voru þjóðverjar, hollendingar og frakkar.
Auðvitað hefur maður séð íslendinga svona en almennt séð þá er þetta í mun minna mæli hjá okkur heldur en öðrum þjóðum. Þá sér í lagi frá stærri þjóðum.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153443
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ekki gleyma "rjómanum" USA
Manstu eftir feitasta kallinum sem sagðist vera "rjómi" heimsins hahaha í orðsins fyllstu merkingu. Freki feiti bandaríkjamaður.
Gaman að sjá þig hérna. Kv Tinna
Tinna, 8.1.2009 kl. 20:56
Reyndar man ég það ekki, en hljómar pirrandi.
maður lenti náttúrulega í ýmsu.
Ég man hins vegar eftir því þegar við gerðum skutlur úr risa pappír og skutluðum þeim um allt lobbíið.
good times
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.1.2009 kl. 22:04
Og tölum aðeins um það þegar ÉG vann alltaf skutlukeppnina...
Muhaaaaa!
Tinna, 10.1.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.