4.1.2009 | 19:15
Ferðin á heimsenda II
Við lögðum í hann frá lundinum í Garðabæ um kl 7 á laugardagsmorguninn. Tékkuðum inn allt draslið og ekkert vesen með yfirvigt þó heil 7 kíló væru umfram. jibbskí hei.
Þegar við vorum í biðröðinni um að fara inn í vélina, sofnaði Sebstian í fangi móður sinnar og svaf alla þessa rúmlega tvo tíma sem tók að fljúga til Standsted (reyndar fyrir utan síðustu 20 mín).
Snilld. Við slepptum honum svo lausum í Standsted þar sem hann skoðaði krók og kima. Keyrðum hann út á þessum nokkrum klukkutímum sem við biðum.
Svo fórum við í EasyJet vélina og sátum aftast. Það passaði fínt að þegar fólk var að fá sér sæti þá var hann yfir sig pirraður og reiðubúinn í síðdegisblundinn. Ég sá í andliti alls fólksins hve pirrað það væri á þessum skaðræðisdreng og átti von á næstu þrem tímum í hreinasta helvíti.
Ekki svo.
Pirringurinn var náttúrulega bara þreyta og hann sofnaði áður en vélin fór í loftið. Hann svaf svo í 2 og hálfan tíma af þessum þrem og er náttúrulega bara gáfaðasta barn veraldar. Og snillingur.
Aðra sögu er að segja af pabba hans sem var augljóslega þreyttur eftir ferðalagið og helti hálfri vatnsflösku yfir hægra lærið á sér. Þetta var eitt af þessum klassísku sketsum, þar sem ég var með flöskuna opna í hendinni og teygði mig svo niður til að ná í einhvern hlut og snéri náttúrulega flöskunni niður með hallanum. Tók ekkert eftir því og fann bara þægilega tilfinningu á hægra læri, ahhhhh, undarlegt hvernig buxurnar eru að klessast við lærið, mmmmmhm. FOKK. Helvítis Fokking Fokk.
Fengum allar töskurnar okkar og málið dautt.
Komum í íbúðina um sirka 21:30 að staðartíma, netið jafn lélegt sem fyrr og ekkert rennandi vatn. Meira um það síðar.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.