Leita í fréttum mbl.is

Púttbók Sigursteins "Dangers" Rúnarssonar

Kláraði púttbókina, ótrúlega mikið skrifað um mjög lítið. Ég gæti hafað skrifað þessa bók á eina blaðsíðu. Hún væri einhvern vegin svona:

Góðir hálsar, til að pútta vel þá þarf að hafa mikið sjálfstraust. Aldrei reyna að pútta nálægt holunni heldur ávallt að reyna að setja öll púttinn í holuna. Hafa góða rútínu eins og að lesa smá línuna, standa að kúlunni og láta bara vaða. Fyrsta tilfinning fyrir línunni er oftast sú rétta og maður á að treysta henni oftar og ekki vera að flækja hlutina með því að skoða línuna of mikið. Vera í nútíðinni, ekki hugsa um fortíðina("svona pútt á ég ávallt í erfiðleikum með"), né framtíðina("ef ég klikka á þessu þá verð ég kominn á +4). Ekki hugsa um tækniatriði strokunnar heldur bara og eingöngu um holuna. Þú átt að elska að pútta, þegar þú labbar inná púttgrínið þá á að hlakka í þér því hér ertu fullur sjálfstrausts og elskar að koma kúlunni ofan í holuna. Ekki reiðast ef kúlan fer ekki í holuna þvi það er ekki það skelfilegasta sem getur komið fyrir þig. Stundum er lítið sem þú getur gert því ástand gríns og fleiri hlutir hafa áhrif á púttið og þú getur ekkert gert í því, haltu bara jafnaðargeði. Hugsaðu um þig setjandi pútt ofan í holuna í sirka 15 mínútur áður en þú ferð að sofa, ekki hugsa um púttin sem þú klikkaðir á og gleymdu þeim í raun.

Eitt helvíti gott dæmi um mann sem var gjörsamlega með þetta á hreinu var Seve Ballesteros. Hann fjórpúttaði einu sinni á stórmóti og var spurður útí hvað hefði skeð. Hann svaraði "I putt I miss, I putt I miss, I putt I miss, I putt I make".
Hvert pútt hjá honum var einstakur atburður þar sem hann fór alltaf í gegnum sama ferlið. Hann reiddist ekki heldur hélt jafnaðargeði og var bara óheppinn að í þessu tilviki þá fór kúlan ekki í holuna í fyrstu þrjú skiptin.

Annað gott dæmi um þennan þankagang er Jack Nikulás. Hann var á ráðstefnu þar sem hann sagði meðal annars að hann hefði aldrei klikkað á meterspútti á lokaholu móts. Þá stóð einn upp og sagði aumingjalegur að það væri ekki rétt því bara fyrir tveim vikum þá hafði hann séð Jack klikka einmitt á lokaholunni á meterspútti. Jack brosti þá og endurtók það sem hann sagði og stóð fastur á því.
Það er nefnilega nauðsynlegt að gleyma púttunum sem þú klikkar á og muna bara góðu púttin. Vera fullur sjálfstrausts og trúa því að kúlan fari alltaf ofan í holuna. Jack er helvíti góður í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband