Leita í fréttum mbl.is

Guns and Roses

Guns n fuskin Roses eða það sem eftir er af hljómsveitinni gáfu út skífu þann 23.nóv síðastliðin. Chinese Democracy. Síðasta frumsamda skífan sem kom frá þeim var fyrir 17 árum. Við erum að tala um að á þeim tímum hafði Ómar ekki bara hár heldur líka skegg....

Eini upprunalegi meðlimurinn í sveitinni er Axl Rose. Það er nóg. Það er hel-friggin nóg segi ég. Það er greinilegt að hann var ávallt heilinn á bakvið lagasmíðar piltana því þetta gjemle góða er enn til staðar and then some. Það eina sem kannski vantar eru gítarlikkur frá Slash en ekki get ég sagt að ég sakni þeirra eitthvað rosa mikið. Það eru fullt af öðrum góðum gítarristum á þessari skífu og þeim ferst þetta bara vel úr hendi.

Brilliant skífa með ótrúlega góðum kvalítet lögum. Þétt skrifuð og ótrúlega óaðfinnanlega spiluðum lögum. Density. Og ekki skemma textarnir.

Maður var rokkari í gjemla daga en var löngu búinn að færa sig yfir í indí músík og soldið quirky, léttari stefnur. Síðan kom Likkan út með sína skífu og af skyldurækni hlustaði maður nú á þá afurð og kom svona líka skemmtilega á óvart. ROKKARINN VAKNAR.
Með veika von í hjarta en mikla þrá um að GNFR myndu lifa undir stjarnfræðilegum væntingum gaf ég þeim einnig séns. ROKKARINN SETUR Í FIMMTA GÍR.

Maður hafði heyrt 5 af þessum 14 lögum núþegar því þau láku á netið fyrir mislöngum tíma. Þau gáfu ágæta fyrirheit. En aldrei hefði ég geta látið mig dottið í hug að svona rock solid skífu gætu þeir framkallað eftir þennan tíma.

Ég geri ávallt custom made útgáfur af þeim skífum sem ég vill hlusta á í mp4 og á cd í bílnum þar sem ég klippi lög til og frá og hef ekki með þau lög sem ég fíla ekki. Þessi diskur er það solid að mér finnst 10 lög vera framúrskarandi, 1 ágætt og 3 sem ég nenni ekki að hlusta á. Nánast ekkert klipptur til.

10 snilldar lög sem ég fæ ekki nóg af. Uppháhaldið er held ég Madagascar þar sem gamlir kunningjar sýna sig..."what we´ve got here, is a failure, to communicate"

Byrjun skífunnar er svo rosaleg að ég fæ alltaf gæsahúð við hlustun. Welcome to the jungle leg byrjun þar sem Axl öskrar sig endanlega inn í rokksöguna.

5 af 5 stjörnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband