1.12.2008 | 19:15
Veiklingar
María fór með Sebas til Málaga til sérfræðings útaf hve veikur hann er. Hann er búinn að vera með hita soldið lengi, núna er hann með 39,1 og hitalækkandi lyf hefur engin áhrif.
Á meðan var ég veikur heima á lyfjum. Lá útaf í sófanum og horfði á year and a half of Metallica og golfvídeó.
Sérfræðingurinn hafði ekkert nýtt að segja og fór María frekar pirruð þaðan út. Bara halda áfram á þessum lyfjum sem við erum núþegar að gefa honum og málið reddast.
María þarf líklegast að vera heima með honum á morgun því ég þarf að fara í mót. Á teig kl 9:30 og ég hef ekki slegið högg síðan á laugardaginn. Frekar slæmt, en ég þarf að fara í þessi mót til að eitthvað gerist í mínum málum. Berjast,berjast,berjast. Enga linkind.
ps. ég er kominn með nafn á ásinn minn. Ég opinbera fyrir heiminum, BLÁA ÞRUMAN, eða BLUE THUNDER eins og hann kallast utan landsteinanna. Soldið fyndið að eftir að hann fékk nafnið hef ég tekið óþarflega mikið á því í sveiflunni og upphafshöggin orðið villtari. Ekkert til að hafa áhyggjur af, veit af þessu, bara fyndið að þetta nafn gefi mér ósjálfrátt vilja til að dúndra sökum sval-leika (coolness).
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nákvæmleg ástæðan fyrir því að maður dregur eins og maður getur að fara til læknis með krakka, það þýðir ekkert að fara eftir 3-4 daga því þá eru engin skref tekin nema eitthvað alvarlegt sé að. Læknarnir hafa nú samt yfirleitt rétt fyrir sér en annars mætir maður aftur og fær alvöru lyf í það skiptið.
Hvað varð um big dog, hugsanlega blue dog. Skíri minn hér með old dog, allavega þar til þú kemur mér upp á hip rotation og þá breytist nafnið í The hammer eða sleggjan á íslensku.
Pétur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:48
Big dog fyrir mér er eiginlega nafn yfir alla ása. Alltof kommon. Svona eins og að kalla bílinn sinn bíl, í staðin fyrir t.d. silfurgeitunginn
Big dog var bara á meðan ekkert nafn var komið.
verð nú að segja að mér finnst the old dog ekkert kúl, hammerinn er mun svalari. Hélt að hip rotationið væri nú intergratað inn í sveifluna. Ég kynnti þig fyrir þessu síðasta sumar....kommon man. næsta sumar þarftu að fara í lateral movementið og jafnvel cock the wrist ef tími gefst. Segi sona, veit að þú ert mjög konservatífur á breytingar, tökum bara eitt í einu gamli.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 1.12.2008 kl. 20:24
Ok, lateral movement og cock the wrist hvað sem það nú er it is.
Pétur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:38
Ef nafnið hefur þau áhrif að þú dúndrar ásnum er þá ekki tilvalið að gefa honum nafnið "bláa þokan" . Þokan líður svona rólega yfir.
Kári Tryggvason, 2.12.2008 kl. 09:58
Góð hugmynd, bláa þokan. BLUE FOG. soldið dularfullt nafn. Hef það bakvið eyrað.
Pétur, þú manst eftir textanum "cock the hammer, cock the hammer"......Þetta á líka við í golfinu. Útskýri þetta fyrir þér um jólin
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 2.12.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.