7.11.2008 | 21:43
vippmaster 3000
Fórum út í morgun og ég spilaði frekar ílla. Var ekki á járnunum, ásinn var lala, en ég reddaði þessu með sextíugráðunum.
Spilaði sem selur en endaði samt bara á +3. Hitti bara 8 grín og 8 brautir. Áður fyrr var ég að enda á +8 til +10 með svona spilamennsku. En maður hefur víst eitthvað bætt sig hérna.
Ég þurfti að vinna mikið fyrir þessu skori. Er nokkuð sáttur við ömurlegan hring sem ekki er verri en þetta á pappír.
Gabriel spilaði sem vindurinn og endaði bara á pari. Þegar ég er jafn heitur og hann, kem ég allavega inn á -1 til -4. Þannig að það munaði bara þrem höggum á okkur. wassaaaaaa
Högg dagsins var glompuhögg sem ég setti í holu fyrir reddings pari.
Æfðum svo eftir hringinn. Taylor made gæjarnir hjá David Leadbetter Akademíunni voru með demo dag þar sem ég gat prófað allann fjandann. Það er ekkert smá auðvelt að slá með þessum nýju ásum. Ég var drulluþreyttur eftir 8 tíma golfdag en var samt að yfirslá reingið með þessum TP r7 eða hvað þetta heitir allt saman. Nenni ekki að leggja það á minnið. En allavega, þá er það ljóst að ég yrði betri spilari ef einhver myndi tíma að kaupa handa mér nýjan ás.
Ég á það bara inni.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig vorum vippin miðað við vippin þegar þú varst að taka vítin í gamla daga eftir að Pétur fór meiddur af velli.
Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:56
hehe, í staðin fyrir P fyrir Pepsi skiltið þá var þetta meira svona D fyrir Djöfull er ég viðbjóðslega góður í vippum.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.11.2008 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.