28.10.2008 | 15:35
Hringurinn +6
Varúð! Aðeins golfáhugafólk lesi áfram. Aðrir munu drepast úr leiðindum.
1.hola: Par 5: Upphafshögg með ás púllað aðeins til vinstri sem var í lagi því það er seiftí svæðið. Var samt bakvið tré og þurfti að leggja upp með W. Þriðja högg aftur með W en slæ hann fat og enda í sandi. Fjórða flott glompuhögg og skildi eftir 2 metra pútt sem ég klikkaði á. Skor skolli.
2.hola:Par4: Upphafshögg púllað til vinstri og lendi í sandi 85 metra frá gríni. Slæ snilldar högg 2 metra frá pinna. Klikka á fuglapútti. Skor Par.
3.hola:Par4: Blendingur á miðri braut. 9 járn í mótvindi 110 metrar en yfirslæ flöt um 1 meter. Þriðja höggið er 10 metra pútt sem ég skil eftir meter stutt útaf pinninn var á brekkubrún. Klikka á meterspúttinu fyrir pari og fer framhjá holunni og renn niður brekkuna. Klikka á púttinu upp brekkuna. Skor dobbúl.
4.hola.Par3: 145 metra högg í mótvindi og ég tek 90% 7 járn og enda pin high en 6 metra vinstra megin við pinna í miklum niðurhalla. Rétt anda á kúluna og hún rennur framhjá og skil eftir um meters pútt tilbaka sem ég klikka á. Skor skolli. Og púttin eru að drepa mig.
5.hola:Par4: Kötta brautina yfir gil og enda 65 metra frá pinna. Mikill upphalli og ég ákveð að taka 50% 54 gráður í staðinn fyrir 100% 60 gráður svo ég spinni ekki of mikið til baka. Yfirslæ pinnan en pútta 3 metra pútti í fyrir fugli. Skor fugl.
6.hola:par5: Gott upphafshögg á miðri braut. Legg næst upp með 6 járni því grínið er í extreme upphalla í 200 metra fjarlægð og það er rok og rigning. Þriðja högg slegið með 9 í 100 metra fjarlægð og skil eftir 2 metra pútt sem ég klikka á. Skor par.
7.hola:par4: Gott upphafshögg á miðri braut. 135 metrar með 9 járni aðeins til hægri. Vippa inn með 60° og skil eftir allt of langt pútt. Erfitt 2 metra pútt í fyrir pari. Skor par.
8.hola:par3: 120 metrar í upphalla og mótvindi. Tek 8 járn en ýti boltanum aðeins til hægri og enda stuttur í miklu röffi. Ágætt 60° vipp en skil eftir 1 metra erfitt pútt og set það svo í við mikinn fögnuð. Skor par.
9.hola:Par5: Gott dræv á miðri braut. 156metrar í pinna niður í móti og meðvindur. Tek 9 járn og yfirslæ grínið um 1 meter. Pútta 6 metra arnarpútti 20cm of stuttur. Skor fugl.
Þarna var ég kominn í ágætann rythma og nokkuð sáttur að hafa púllað til baka tvö högg og vera bara +2 eftir fyrri 9.
10.hola:Par4: Gott dræv á miðri braut. Brautin er í miklum upphalla og ég tek 9 í 110 metra fjarlægð og er of stuttur og renn 15 metra til baka (sé það núna að 8 hefði verið flott). Á því mjög erfitt michelson lobb eftir, grínið 2 metrum fyrir ofan mig og pinninn meter frá brúninni og allt niðurhallandi frá mér. Snilldar högg og ég tappa í fyrir góðu pari. Skor Par.
11.hola:par3: 210 metra högg niður í móti þar sem ég feida 19° blending í enda gríns og á 7 metra pútt eftir. Ýti púttinu til hægri en er pin high og tappa inn fyrir góðu par á þessari erfiðu par 3 holu. Skor par.
12.hola:par4: Gott dræv á miðri braut. Tek næst 8 járn í 130 metra fjarlægð í smá mótvindi. Er of stuttur og renn til baka. Á aftur eftir svipað mjög erfitt Michelson lobb eftir þar sem ég tek gott högg en of stuttur í þetta sinn (reyna að vera of cute) og enn ekki á gríni. Vippa þvínæst fyrir pari í holuna en lendir beint í stönginni og hoppar út.Óheppinn. Skor Skolli.
13.hola:par4: Gott dræv á miðri braut. Púlla W til vinstri en er heppinn og rétt hangi á brún. Vippa næst of stutt og skil eftir 2 metra erfitt pútt sem ég klikka á. Skor skolli.
14.hola:Par3: Viffa undir boltann með W og enda 20 metrum of stuttur og til vinstri, en samt á gríni. Pútta ömurlegu pútti þar sem ég ýti því vel til hægri og er 3 metrum of stuttur. Þetta eru mjög nastí þrír metra með extreme hægri til vinstri halla upp í móti. Ég miða sirka einn og hálfan metra til hægri og boltinn snýst í holuna fyrir frábæru pari (cue. fagnaðaröskur). Skor Par.
15.hola:par5 hcp1: Ætla spila seif og tek 3 tré og hæla boltann 100 metra áfram og til vinstri. Mófó dauðans. Eins og ég hafði verið að dræva vel þá var þetta þvílíkt léleg ákvörðun. Tek 6 járn og ætla að reyna koma boltanum aftur í leik. Fáránlega erfitt högg sem ég þurfti að draga (sveigja) vel til vinstri en geri of mikið að því og enda næstum út í rugli. Gabriel fann boltann og ég pönsa boltanum með W beint til hliðar inná braut. Fjórða höggið var því í 165 metra fjarlægð og ég tek 6 járn og ýti kúlunni til hægri og lendi í sandi. Ágætt glompuhögg en ekki nóg og ég klikka á púttinu. Skor dobbúl. Fljótt að gerast.
16.hola:par3: Signiture hola yfir vatn og í extreme niðurhalla. 115 metrar á móti vindi með W og enda 20cm utan gríns og 5 metrum langur. Á mjög erfitt niðurhallandi pútt fyrir fugli en rétt missi og gott par staðreynd. Skor par.
17.hola:par4: Gott dræv á miðri braut. 9 járn pin high en púllað 7 metrum til vinstri. púttið var í upphalla og ég var aðeins of stuttur. Skor par.
18.hola:par5: Dræv á miðri braut. 3 tré púllað til vinstri og næstum OB, en pin high. Ég lobba þriðja höggið með 60° og tekst ágætlega úr þessari stöðu og röffi sem ég var í. 4 metra pútt rétt klikkar. Skor par.
Á morgun á að vera gott veður og vonandi næ ég að bæta skorið aðeins.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Djúkari
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.